Dec 18, 2013

Dásamlegur desemberdagur.


Í dag fórum við fjölskyldan í snemmbúið jólakaffi á Seyðisfirði. Þarna má sjá afkvæmið ásamt langömmu sinni og elsku ömmu minni. 




Afkvæmið var að sjálfsögðu ekki lengi að þefa uppi konfektið. Ég var einmitt að setja buxurnar hans í þvottavél rétt í þessu. Fann eina fjóra mola í vasanum. Ég ætla ekki að dæma hann þar sem það leynast tveir molar í mínum fórum. Nei, við mæðginin svífumst augljóslega einskis þegar sælgæti er annars vegar.





Já. Ég kenni afkvæmi mínu ýmislegt. Í kvöld voru það speglamyndirnar. Hann getur auðvitað ómögulega verið kenndur við mig án þess að kunna að taka speglamyndir. 


Ó, þessi mynd er í ramma uppi á vegg hjá ömmu. Já, ég er þessi til vinstri. Með allt opið upp á gátt. Dömuleg og settleg að venju.




Afkvæmið ásamt afa sínum og svo ömmu. Hann er nú afskaplega heppin með þau og þau með hann.

Voðalega ljúfur dagur í góðum félagsskap. Ekki gleyma að leyfa ykkur að njóta.

Heyrumst.

No comments:

Post a Comment