Já. Ég misnotaði Oreo enn eina ferðina. En þetta er misnotkun sem er vel þess virði. Þetta er alveg agalega ljúffengt. Lofa.
Þetta er mjög lítil uppskrift þannig að ef fleiri en einn munnur ætlar að troða í sig er líklega betra að tvöfalda.
Oreotrufflur:
16 Oreokexkökur
100 grömm rjómaostur
200 grömm hvítt súkkulaði
Við byrjum á því að henda Oreoinu í blandara, matvinnsluvél eða undir töfrasprota. Það má líka bara skella því í plastpoka og lúskra á því með rúllukefli.
Kexið er gert að fínu dufti.
Rjómaosturinn settur saman við. Þessu er blandað vel saman. Ég gafst upp á að reyna að koma þessu saman með sleif og lét bara vaða með hendurnar. Já svo sleikti ég þær. Hvern einn og einasta putta.
Úr deiginu búum við svo til litlar kúlur.
Inn í frysti með þetta í góðar 15 mínútur.
Kúlurnar góðu eru síðan hjúpaðar hvítu súkkulaði og aftur settar í frysti í skamma stund.
Þessi gaf trufflunum toppeinkunn. Tjah, það er kannski ekki hægt að taka mark á honum. Hann gefur öllu sykruðu og súkkulaðihjúpuðu toppeinkunn. Við eigum það sameiginlegt mæðginin.
Hrikalega einfalt og hættulega gómsætt.
Heyrumst.
(Uppskriftin kemur héðan).
No comments:
Post a Comment