Jan 6, 2014

Breiðholtsfréttir.

Það var örlítið einmanalegt að snúa aftur í Breiðholtið í gærkvöldi. Undarlegt að vera aftur ein eftir stöðugan félagsskap síðan um miðjan desember.



Ég veit ekki í hvaða átt minn bölvaði sólahringur snýr. Ég stóð að minnsta kosti yfir eldavélinni klukkan fjögur í nótt og eldaði mér stafasúpu. 


Ég virðist hafa tapað getunni til þess að klæða mig á mannsæmandi hátt í jólafríinu. Ég fór svona út úr húsi í dag. Já. Aðallega vegna þess að ég kom með öll fötin mín skítug að austan og hef ekki enn komist í þvottavél hérna í Breiðholtinu. Ég hef gamla manninn á efri hæðinni, sem deilir með mér þvottahúsi, grunaðan um að vera dáinn. 

Það er nefnilega búið að vera þvottur í vélinni síðan ég kom heim. Mig langar rosalega lítið að tæma vélina og handleika þvottinn hans. Stundum fæ ég fullt af einhverjum óútskýranlegum gráum hárum með mínum þvotti. Hann er samt ekki með nein hár á hausnum - þannig að ég er sennilega að týna einhverskonar líkamshár af mér daginn út og daginn inn. Svo lyktar hann líka eins og fiskibolla og er annað slagið á brókinni inni í þvottahúsi. 




Burtséð frá mögulega látna nágranna mínum þá var fyrsta Bónusferð ársins ferlega út úr karakter. Ég veit varla hvaða kona það var sem arkaði um verslunina og týndi ekkert nema hollustu í körfuna. 

Ég er meira að segja að elda í þessum skrifuðu orðum. Ekki að borða í Ikea. Eða Noodle Station. Nú eða Subway. Það er sko matarlykt í íbúðinni minni. Aldrei slíku vant!

Já. Ég er álíka undrandi og þið. 

Heyrumst.

2 comments:

  1. Litlir Bleikir FílarJanuary 7, 2014 at 12:52 PM

    Svo lengi sem þú klæðist einhverju hlébarða verður allt í lagi með þig.
    Allt í lagi með þig segi ég...

    Bara haltu þig við hlébarða.

    ReplyDelete