Jan 8, 2014

Hvar voruð þið?


Af hverju var enginn ykkar í World Class í Ögurhvarfi eftir hádegi í dag? 

Þegar mig virkilega vantaði einhvern til þess að pikka í mig og segja mér að ég væri með þrjá flennistóra verðmiða hangandi í hálsmálinu? Nei, ég tók auðvitað ekkert eftir þessu fyrr en ég kom heim. Enda sennilega framheilasköðuð að einhverju leyti eins og við höfum margoft rætt.

Mögulega eruð þið að spyrja ykkur ,,fann hún ekki fyrir þessu á hlaupabrettinu?" Svarið er nei. Ég fer álíka hratt á þessum bansettu hlaupabrettum og gamall maður með súrefniskút. Þannig að sjálfsögðu varð ég ekki verðmiðanna vör.

Oh, mér sem leið eins og nýrri úr kassanum þegar ég spókaði mig um í spánýju spandexfötunum mínum. Handviss um að ég væri hrikalega sæt, spengileg og almennt World Class-leg. Mikið sem mér hefur skjátlast hrapalega. Með útsöluverðmiða flagsandi á bakinu. 

Þetta er nota bene ekki fyrsta verðmiðafíaskó sem ég lendi í. Einu sinni fór ég út á lífið með verðmiðann hangandi í pelsinum mínum.

Það er misjafnlega mikið á okkur lagt. Það er morgunljóst.

Heyrumst.

5 comments:

  1. þú drepur mig!!
    Viltu ráða mig til þín sem þinn einkaþjón....skal fylgjast með öllllllu!!
    kv
    Kristjana

    Annars....Gleðilegt ár essskan..

    ReplyDelete
    Replies
    1. Þú mátt svo sannarlega verða minn einkabryti mín kæra Kristjana. Ekki veitir af að hafa mig undir einhverskonar eftirliti!

      Gleðilegt ár sömuleiðis **

      Delete
  2. Ég BRJÁLAST yfir þér!!!! :) Þú ert algjört hláturskast!

    Kv. stúlkan sem rauk upp af þér á Bókhlöðunni, í miðri prófatörn, og tjáði þér einlæga ást sína á þér!

    ReplyDelete
  3. Hahahahaha. Ég hef svo oft hugsað til þín - mjög hlýlega. Þú birtir svo sannarlega upp á dimman desemberdag þegar við hittumst í stiganum á Bókhlöðunni og ég varð eins og api! ;-)

    ReplyDelete