Bölvaði Gyllti köttur. Bölvaðar útsölur.
Ég var illa fyrirkölluð. Svaf afskaplega lítið í nótt. Gjörsamlega sárþjáð af hálsbólgu og sjálfsvorkunn. Aðstæður voru mér hreinlega ekki í hag þegar ég gekk inn í búðina sem ég elska svo heitt.
Skór? Já. Það er vel mögulegt.
Í gær stóð ég í mjólkurkælinum í Bónus og sannfærði sjálfa mig um að ostur væri óþarfa lúxus fyrir fátækan námsmann.
Í dag keypti ég skó.
Forgangsröðun? Nei, ekki til í minni orðabók.
Heyrumst.
To be fair þá er ostur fáranlega dýr!
ReplyDeleteBara algjörlega!
DeleteThis comment has been removed by the author.
ReplyDelete