Mirren klikkar bara ekki. Alltaf klassí. Kjóllinn, hárið - hittir allt í mark. Sýnist reyndar vanta á hana naglalakk en við lítum framhjá því.
Ah. Ég færi vel í þennan kjól. Hann myndi að vísu bara hanga laus þarna á bringunni á mér. Brjóst? Á mér? Nei, slíkt er ekki til staðar.
Það eru fá orð sem þarf að hafa hér. Mellubandið? Mynstrið? Naglalakksleysið? Nei. Bara nei.
Emma, Emma, Emma - hvað kom fyrir hárið á þér?
Ég ætla að leyfa mér að segja vá hérna.
Það má nú alveg skjóta Cooper hérna inn í. Rétt aðeins. Gleðja augun. Sálina. Og brjóta í mér hjartað.
Þetta er auðvitað hneisa. Hálsmálið er sláanlega ljótt og kjóllinn eins og gamalt púðaver.
Kunis stígur ekki mörg feilspor. Það er eitthvað sem heillar mig við þennan kjól. Örlítið meira glimmer og ég færi í hann.
Þessi klæði get ég ómögulega skilið. Minna mig á eldhúskappana hjá ömmu minni. Þeim myndi ég seint klæðast.
Æ. Lawrence olli mér vonbrigðum. Ég var búin að binda miklar vonir við hana enda yfirleitt afar glæsileg. Hún er þó með naglalakk. Hún fær plús fyrir þá viðleitni.
Stórglæsileg. Bæði tvö. Ég er hrifin af þessum jakka sem Matthew skartar.
Mig langar svo að skrifa eitthvað fallegt. Kjóllinn er fallegur. En Taylor Swift. Ég bara fæ það ekki af mér að fara fögrum orðum um hana.
Ég hef engan áhuga á að ræða þenna kjól. Channing Tatum hinsvegar. Ah, já.
Ég veit bara ekkert hvað er í gangi hérna. Skil þennan kjól alls ekki.
Nei.
Allt í lagi. Ég hef séð margt fallegra. Ég og Julia eigum okkur bara svo langa sögu. Hún hefur verið mitt allra mesta uppáhald síðan ég sá Pretty Woman þegar ég var sex ára. Já, ég horfði á mynd um mellu þegar ég var sex ára - það er önnur saga. Ó, ég gleymi aldrei þegar hún fékk Óskarinn og ég sat með fullan munn af Skittlesi klukkan fjögur að nóttu til grenjandi og slefandi af gleði.
Sigurvegari kvöldins að mínu mati. Það er bara eitthvað við þennan kjól sem heillar mig. Litirnir, sniðið, efnið. Guðdómlega fallegur.
Já, mér finnst allt í lagi að sitja með bumbuna út í loftið á sófa í Breiðholti og leyfa mér að dæma annað fólk. Alveg í fínasta lagi.
Heyrumst.
hvað fannst þér um þennan http://uk.eonline.com/photos/10941/best-dressed-at-the-2014-golden-globe-awards/343961
ReplyDelete?
kv. Fellow áhugakona um Globes
Sko já. Ég þarf að íhuga þetta. Veit ekki með litinn.
DeleteHvaða djöfuls pjásu er hann Matti minn með þarna?
ReplyDeleteFokking konuna sína!
Deleteæjiiii sú skessa :/
DeleteThis comment has been removed by the author.
ReplyDeleteBara af því þú sagðir að Helen væri ekki með naglalakk....http://cdn.images.express.co.uk/img/dynamic/79/590x/secondary/116756.jpg
ReplyDeleteHelen Mirren er með bleikt naglalakk sem mér finnst passa ógeðslega vel við græna kjólinn :)
ReplyDeleteKv.
Hafdís
Jeminn. Ég biðst forláts á þessari blindu minni og klúðri.
DeleteRakst inn á bloggið þitt fyrir tilviljun í gær og er búin að sitja límd við tölvuna og lesa færslurnar þínar síðan í gær. Þú ert frábær penni og með skemmtilegan húmor fyrir sjálfri þér :) Klárlega skemmtilegasta blogg sem ég hef lesið, verð fastagestur héðan í frá :)
ReplyDeletep.s. fékk svo mikinn innblástur af öllum internetverslunarferðunum þínum að ég pantaði mér kjól strax í gærkvöldi af síðu sem þú mæltir með!
Ó, takk fyrir falleg orð hver sem þú ert! Ég er afar ánægð að heyra um kjólakaup og vona svo sannarlega að þú verðir fastagestur hérna!
DeleteVó.
ReplyDelete1. Já Helen Mirren er badass og hotness, alltaf.
2.Þessi Ines di Santo kjóll á Angelu Basset (forever Tina Turner) er ok, smá tacky en svona deep cut ER flottara á flat-chest (takes one to know one!) svo finnst hennar boob of stór í þetta ásamt þunna efnið er too much skautabúningur.
3. Heidi Klum - eins og Karl Lagerfeld evil truth telling person segir "she is not fashion, she is not Paris"
4. Emma er GUÐ svo ekkert neikvætt má segja/er hægt að segja, hárið er cute. Sama gildir um Alan Rickman, FYI.
5. Gorgeous í Gucci Premiere, kjóllinn batnar mas við bumbuna hennar Oliviu - og eina ólétta þarna sem ekki hélt um bumbuna eins og það væri LÍFIÐ.
6. Flottur EN oft eru slaufurnar hans of litlar við hausinn (true!) enda enginn Eddie Redmayne þegar kemur að red carpet flottheitum. Mamma hans sem var deitið hans stal samt senunni, með sólgleraugu allan tímann, Anna Wintour styles.
7. Ljótt, of margar lýtaaðgerðir líka, varla umræðunnar virði (sjá líka Heidi Klum)
8. Kjóllinn boring og hún getur betur - er líka líflaus og dauf, kannski af því Ashton Kutcher bad karma er að draga úr henni lífsorkuna? Manstu Black Swan tímabilið, þá var hún killer.
9. Húsið á Sléttunni, en eiginkona Andy Samberg svo varla A-list efni og fær ekki sama kjólaval hjá hönnuðunum.
10. J-Law ekki besta lúkk hennar, Dior er meira Marion Cotillard og ekki alveg stíll Jennifer okkar, en elska hana svo mikið hún getur ekki gert neitt rangt og ég fæ mig ekki til að segja neitt ljótt, never ever. Ber samt vonir um betri lúkk fyrir óskarinn.
11. Þau flott saman, hann vann (loksins, draumur hans eftir milljón leim rom-com myndir) þau fóru heim og gerðu barn nr fjögur - enda heit, haha.
12. Oj, kjóllinn, lúkkið, hún - ew.
13. Of þröngur kjóll, hún í fyrsta post-baby outing og vill sýna tiny waist. Hann heitur? (Jájá með dance moves í Magic Mike) en annars cave man face og ekki að gera sig..
14. Zoe can do no wrong, topp3 kjóll kvöldsins fyrir mér, þetta er list, hún ber hann, hann er öðruvísi og töff - OMG fjólublái púffý Givenchy á óskarnum fyrir 2-3 árum!? Zoe er í sama flokki og Lawrence :)
15. Gulur er fallegur, efni og snið uuuugly.
16. Julia er yfir aðra hafin já en þetta er ekki flott en henni eflaust sama hvað okkur finnst haha.
17. Sandy er yndislegust, en of krumpaður, fíla efri partinn en skórnir HIDEOUS og varalilturinn ekki flottur við. Litir+snið flott en mætti vera stífari (krumpið drepur mig)
Já þetta er lengsta komment ever - en varð bara að segja þér mína skoðun haha :)
Cate Blanchett var í fullkomnum kjól, enda er hún alltaf flottust - Drew Barrymore var ÓGEÐ í væmnasta kjól í heimi. Lupita Nyong'o var mega flott stæluð en ég er almennt aldrei hrifin af rauðu, capeið samt flott.
Globeskveðjur frá DK
Heiðdís #Amy&Tina4Ever
Þú drepur mig Heiðdís.
DeleteGetum við verið pennavinir?
Já.
DeleteEn EKKI fyrr en þú ert búin að horfa á allt Scandal. Það mun nefnilega taka upp ca 23% af umræðum okkar - og þýðir lítið að þú vitir ekki um hvað málið (=aka besta tv showið) snýst.
Ég skal vera Amy Poehler og þú Tina Fey. (aka bestu fyrirmyndir í heimi.)
xoxo H
Sjitt. Ég er on it. Núna.
DeleteFyndið hvað fólk hefur skiptar skoðanir, mér fannst Emma einmitt glæsileg með þetta hár og Sandra var að mínu mati í öööhömurlegum kjól. Sammála flestu öðru hjá þér ;)
ReplyDeleteHahahaha. Já ég er sammála - mér finnst ótrúlega skemmtilegt að skoða hvað öðrum fannst um rauða teppið þetta ágæta kvöld! :)
ReplyDelete