Jan 15, 2014

Góðmennskan.

Ég hef lítið heimsótt góðvin minn Ebay síðan í september. Það er ekki auðvelt að trúa því, ég veit. Bloggið hefur nú augljóslega borið þess vitni að ákveðinn niðurskurður hefur átt sér stað - verslunarlega séð. Allt í lagi. Ég hef lært betur að meta það sem ég á fyrir og það sem ég leyfi mér að kaupa. Tjah, ég reyni að sannfæra mig um það. Gengur misvel. Frekar illa reyndar.

Allavega, í góðmennsku minni býðst ég til að hjálpa vinkonu minni að finna skólabók sem fæst ekki hér á landi. Til þess að finna bókina þurfti ég að heimsækja Ebay.

Bókina fann ég ekki. En yfirgaf ég svæðið?

Nei.


Ó, halló Gwen Stefani fyrir Opi. 

Ég ætlaði bara aðeins að skoða. Sjá verðmuninn og svona. Bara kynna mér málið. Það er nú alveg í lagi.


Það er skemmst frá því að segja að fimm naglalökk af sjö eru á leiðinni í Breiðholtið. Öll nema rauða og bleika. Ég hef engar útskýringar á reiðum höndum. Nei engar. Eitt leiddi af öðru. Ég hafði enga stjórn á aðstæðum. Né sjálfri mér. 

Almáttugur.

Heyrumst.

11 comments:

  1. Litlir Bleikir FílarJanuary 15, 2014 at 9:27 PM

    Mér finnst náttúrulega óeðlilegast að þú hafir SLEPPT bleika naglalakkinu.
    Heima hjá mér gerir maður ekki svoleiðis.

    Afbrigðilegt myndi ég jafnvel segja.

    Skrýtið í besta falli.

    ReplyDelete
    Replies
    1. En ef ég á ca. 18 bleik naglalökk.

      Slepp ég þá?

      Delete
  2. Langar einmitt svo tryllt í gyllta og silfur!!

    ReplyDelete
  3. þetta silfraða er svo rosalegt!

    ReplyDelete
  4. Þau eru öll æði, hefði einmitt valið sömu stykki og þú :)

    ReplyDelete
  5. Ertu til í að koma með komment þegar þú færð naglalökkin, þ.e. hvað kostnaðurinn var mikill og svoleiðis ? :D

    ReplyDelete
    Replies
    1. Eru naglalökkin ekki komin, eða fóru þau lengri leiðina til Íslands ??

      Delete