Mig langar að vita hvað þig langar að lesa um. Hvað langar þig að sjá á þessu bloggi?
Ég er búin að vera dálítið týnd síðustu daga. Ég veit hreinlega ekki hvort ég er að koma eða fara hvað þetta blogg varðar. Ég á svo erfitt með að skilgreina hvað ég er að gera hérna að það veldur mér velgju. Ég meina - ég er ekki tískubloggari, ég er svo sannarlega ekki matarbloggari þó ég hendi inn einhverjum furðulegheitum annað veifið, ekki er ég einhverskonar heilsulífskúnster eða förðunarbloggari.
Má ég bara vera allt? Þarf ég ekki að halda mig innan ákveðins sviðs? Ég las það nefnilega einu sinni í einhverri sérlegri blogghandbók - að maður ætti að finna sér sérsvið og halda sig innan þess.
Já. Ég á það til að ofhugsa hlutina. Eins og þið heyrið.
Fimm hlutir á fimmtudegi hafa verið eini fasti punkturinn hérna. Annars er ég bara út um víðan völl. Fimm hlutir eru ekki hættir. Mér þykir agalega vænt um þá. Síðstu tvær vikur hafa bara farið í að koma sér í gang aftur í lífinu almennt og fimm hlutir þess vegna verið virtir að vettugi.
Eins og ég sagði í byrjun þá langar mig svo að vita hvað þið viljið sjá meira af hérna. Viljið þið mat? Ebayráðleggingar? (Segið nei samt - ég hef engar hömlur) Meira af naglalakki? Naglalakksföndur? Meira af þessu persónulega? Speglamyndakennslu? Viljið að ég versli meira? (Neitun væri vel þegin hérna líka). Meira um afkvæmið? Daglega lífið? Breiðholtið? Næturlífið? DIY? Meiri rauðvínsdrykkju?
Hvað finnst ykkur skemmtilegast að lesa um eða sjá?
Ég er til í allt. Langar bara í örlitla endurgjöf frá ykkur.
Ekki viljum við að bloggið verði leiðinlegt? Nei.
Heyrumst fljótt.
Mér finnst bloggiđ thitt sjúklega skemmtilegt eins og thad er :) Alltaf óvænt og frábært! Thú ert bara thađ góđur penni ađ allar færslur sem thú setur inn svínvirka ;)
ReplyDeletePersónulega elska ég bloggið þitt því það er svo ótrúlega fjölbreytt og persónulegt.
ReplyDeleteMér finnst mjög skemmtilegt að vita aldrei hvað ég er að fara að lesa um þegar ég fer inn á það og það kemur mér oftar en ekki skemmtilega á óvart. Og það er alltaf skemmtilegt að lesa það. Svo persónulega finnst mér þú ekki eiga að breyta neinu! (Mátt samt kannski segja okkur hvar þú verslar á ebay þegar þú ert að gera svona góð kaup ;) , ég fór strax inn á ebay til að finna Gwen Stefani naglalökinn og það hefði komið sér vel að vita hvar þú fannst besta dílinn) Annars bara keep up the good work!
uppáhalds eru sögurnar úr daglegu lífi, sem fá mann oftar en ekki til að frussa útúr sér kaffinu af hlátri. ebay er snilld, matarfurðulegheitin sömuleiðis. elska lika alla litlu hlutina sem þú kaupir oft, eins og í tiger og söstrene og ikea og þannig...:)
ReplyDeleteEkki breytast!! Ég elska bloggið þitt og það er oft sem það nær að lýsa upp daginn hjá mér... já pínu sorglegt en svona er þetta bara, þú ert bara svo skemmtilegur og fyndinn karakter að það er oft sem ég spring úr hlátri yfir færslunum þínum :) Keep up the good work...
ReplyDeleteSæl kæra Guðrún.
ReplyDeleteMér finnst þú og þitt blogg akkúrat vera það sem vantar. Vel skrifaðir og skondnir pistlar um allt og ekkert, hversdaginn og veginn. Sérhæfð blogg eru gott og blessuð - en stundum er bara svona yndislegt að fá að gleyma sér í lífi einhvers annars sem skrifar bara um það sem þeim dettur í hug. Fyrir utan að mér finnst þú dásamlegur innblástur í öllum þínum mannlegheitum og skvettugangi - eitthvað sem konur á þrítugs- og fertugsaldri (já og hinum öldrunum líka) geta alveg samsamað sig við.
Ég allavega bið þig um að halda þínu striki, mér finnst það frábært.
Bestu kveðjur,
Mér finnst þú svo ótrúlega fyndin og yndislega hreinskilin manneskja. Þú ert ekki að fegra líf þitt og þú segir hlutina bara nákvæmlega eins og þeir eru. Það er fallegur og góður eiginleiki. Haltu áfram að vera þú og blogga frá hjartanu.
ReplyDeleteKv. Ein sem kíkir á hverjum degi :)
Bara eins og það er ;-)
ReplyDeleteÞað er til nóg af sérstökum förðunar-, matar- tískubloggum. Þitt er frábært svona með allt í bland. Þannig ég vil hafa það áfram eins og það er :) Og bara sem flestar færslur helst :)
ReplyDeleteKv. Helga
Eins og það er og meira af öllu :)
ReplyDeleteKv. Ragga Diljá
Hafa það eins og það er, skemmtilegasta blogg sem ég hef komist í og finnst þú alveg frábær, haltu áfram að vera þú. Þú ert snillingur
ReplyDeletekveðja Silley
alveg sammála öllum hérna fyrir ofan. Finnst einstaklega skemmtilegt að lesa bloggið þitt því það er svo fjölbreytt. EKKI BREYTA NEINU
ReplyDeleteSnilldar blogg ! Skoda a hverjum degi :) fardu vel med tig!
ReplyDeleteEndilega sem fjölbreyttast! Það er svo skemmtilegt.
ReplyDelete-Agata
Endilega hafa það eins og það er ég elska að lesa bloggið þitt...
ReplyDeleteSnilldar penni :)
þú hefur þetta allt annað kemur ekki til greina. Þetta blogg er svo gott svona eins og það er
ReplyDeleteÞað er bara svo frábært að lesa stundum um - skemmtilega daga - súra daga - súludansleikfimis daga- verðmiða daga - bara þessa daga sem við öll eigum (næstum því öll)….bara alls konar….lov it
ReplyDeleteEf það má velja allt, þá vel ég það :)
ReplyDeleteMér finnst bloggið þitt svo mikil snilld eins og það er, blanda af öllu, algjör snilld :)
Ekki.breyta.neinu plís! "I like you... just as you are"
ReplyDeleteég er mjög ánægð með allt-bloggið! Mér finnst skilgreiningar alger óþarfi :)
ReplyDeletetakk fyrir mig!
Þórdís.
This comment has been removed by the author.
ReplyDeleteFjölbreytnin er skemmtilegust, ekki breyta neinu! :)
ReplyDeleteJSJ
(P.s. farðu vel með þig)
Bloggið þitt er svo mikil dásemd! Ekki breyta neinu, þú ert bara yndislegur karakter og penni! :)
ReplyDeleteÞú ert snillingur og bloggin þín frábær ! Sérstaklega elska ég allar nýju óhollustu-uppskirftirnar þínar ! áður en ég kynntist þér borðaði ég alltaf poppið mitt eins og það kom úr pakkanum ! hugsaðu þér ... Mér finnst æðislegt að fylgjast með þínum daglegu athöfnum og spennandi að vita hvað þér langar í og hvað þú kaupir.
ReplyDeleteKeep up the good work beibí ;)
BTW elska speglamyndirnar þínar og fatastílinn :)
Ekki breyta neinu! Bloggið þitt er æðislegt eins og það er :)
ReplyDeleteKv, Heba
Mér finnst bloggið þitt einmitt svo frábært af því að það er svo fjölbreytt! Þú ert líka svo skemmtilegur penni að það er gaman að lesa allt sem þú skrifar .)
ReplyDeletemér finnst bloggið þitt vera einhverskonar alsherjar lífstílsblogg, bara um þinn lífstíl. Mér finnst einmitt svo skemmtilegt að það sé ekki sérhæft um eitthvað sérstakt efni, heldur bara algjörlega hvað þú ert að hugsa þá stundina.
ReplyDeleteMér finnst mjög gaman að góðum myndum, og mér finnst þú taka mjög skemmtilegar og góðar myndir, endilega ekki hætta því.
Allavega er ég að fíla fjölbreytnina og hvað þú ert fyndin og uppátækjasöm :)
Hef mjög gaman af öllu :) þá sérstaklega kokteilunum og ebay crazinu! Endilega haltu áfram að gera það sem að þú gerir.
ReplyDeleteEKKI BREYTA NEINU! Eins og Billy Joel orðaði það svo vel"Don't go changing, to try and please me,You never let me down before...I took the good times, I'll take the bad times,I'll take you just the way you are"
ReplyDeleteElsku Guðrún mín; frá því ég kynntist blogginu þínu þá hef ég fengið aðra sýn á lífið - þvílík fjölbreytni hjá einni manneskju og matarbloggin eru hreint Meistaraverk !!!!! Það sem ég er að reyna að segja er að ég "ELSKA" bloggin þín eins og þau eru :) Þú ert algjör snillingur í fjölbreytnu lífstílsbloggi og ég vil ekki að þú breytist eða bloggið þitt :) Ég kíki hérna inn á hverjum degi og finnst geggjað að lesa um þitt daglega líf, matarpælingar eða nýstárlegar hugmyndir; hvað þá fatastílinn þinn sem er geggjaður :) Já ég gæti haldið áfram í alla nótt en ég ætla að láta nægja að segja að þú ert frábær eins og þú ert og ég vona að þú farir ekki að breyta neinu :)
ReplyDeleteGangi þér vel í lífinu og vonast til að geta haldið áfram að lesa þetta skemmtilega blogg þitt :)
Bloggið er frábært eins og það er. Alltaf gaman að sjá að þú sért komin með nýja færslu og alltaf gaman að lesa. Eitt af mínum uppáhalds bloggum :)
ReplyDeleteÉg er algjör áhorfandi að þessu bloggi, þekki þig ekki persónulega en á rætur austur á firði svo mér finnst við einhvern veginn tengjast :)
ReplyDeleteÉg er algjörlega orðin húkt á blogginu þínu einfaldlega af því það er aðeins "öðruvísi" en flest önnur, persónulegt, manneskjulegt og skemmtilegt. Ég er fljót að gefast uppá einhverju bloggi sem fjallar bara um það sama, ég er sammála fólki að undan, maður veit aldrei við hverju er að búast þegar maður kemur inn á síðuna og það er nefnilega það sem gerir þetta svo skemmtilegt.
Persónulega finnst mér best þegar ég er pínu "eftirá" og fæ að lesa nokkur blogg í einu, þá er hátíð í bæ.
Svo ég segi bara áfram svona og engar breytingar :)
Ég hef alveg ótrúlega gaman af að lesa bloggið þitt nákvæmlega eins og það er núna. Þú ert frábær penni, fyndin og hreinskilin. Hef annars sérstaklega gaman af matarhugmyndunum þínum og DIY er líka alltaf skemmtilegt :)
ReplyDelete- Kristín
Uppáhaldsbloggið mitt og alls engin ástæða til að breyta því sem er svona frábært!
ReplyDeleteTek undir með mörgum hér að ofan - þú ert alveg snilldarpenni og sjúklega fyndin :)
áfram eins og þú ert:) Les alltaf þig og Kareni Lind á trendnet..þið bloggið um allt og farið úr einu í annað, Fjölbreytt,frumlegt og fyndið:)
ReplyDeleteEkki breyta neinu, elska þetta blogg! Ert frábær penni og uppáhaldsbloggarinn minn :) Skemmtilegast finnst mér að lesa um þitt daglega líf, sem virðist vera fullt af allskonar rugli og óhöppum ;)
ReplyDeleteFrabært blogg, endilega halda tvi eins og tad er dass af øllu saman :).
ReplyDeleteElska þetta blogg bara eins og það er.. og sérstsklega fimm hluti :) keep it up
ReplyDeleteSkemmtilegt blogg og fimm á fimmtudegi er uppáhaldið. Væri líka til í að sjá fleiri speglamyndir frá þér ;) En að öllu gríni slepptu þá get ekki beðið eftir hljóðbókinni! Kv. Sandra
ReplyDeleteUppáhaldsbloggið mitt, óþarfi að breyta neinu! :)
ReplyDeleteEkki breyta, vertu áfram okkar allra Dagbók Guðrúnar Jones, þar sem gáfur og einstakur húmor skín í gegn og þrátt fyrir að lenda í ýmsum hremmingum hlægilegum, þá tekst þér að verða aldrei hlægileg.
ReplyDeleteÞað gerir penninn og röddin þín.
Hins vegar óska ég eftir, þar sem ég er búin að senda inn umsókn að verða formlegur pennavinur þinn (<--Hef miklar áhyggjur af því að sonur þinn og hans kynslóð muni ekki skilja þetta orð og vinsældir slíks sambands einu sinni..) en ég óska ss eftir upplýsingum, td hvað er uppáhalds liturinn þinn (Nei, hlébarða telst ekki með) og hljómsveit (Bubbi telur ekki..)? Byrja á svona basics.
Kveðja frá DK
Heiðdís
Uppáhaldsbloggið mitt by far! Haltu áfram eins og er og án þess að vilja hljóma eins og stalker finnst mér skemmtilegast að lesa um daglega lífið þitt og afkvæmið :) keep up the good work og ef ég hefði eitthvað útá að setja væri það bara fleiri blogg!!
ReplyDeleteekki breyta neinu! það er ekkert blogg hérna á Íslandi sem er eins og þitt! les alveg yfir öll bloggin á trendnet, en það er aðeins of mikið af "ég lifi glamour lífi í útlöndum" , þitt er svo raunhæft, þú ert skemmtilega opinská og lifir lífi eins og við öll!(þú ert kannski aðeins óheppnari en aðrir hehe) gaman þegar fólk getur gert grín af sjálfum sér og verið það sjálft.. :) áfram þú! vill helst sjá blogg daglega :)
ReplyDeleteÉg elska að lesa bloggið þitt! Það er svo dásamlega eðlilegt og þú ert svo opin fyrir því að tala um lífið þitt eins og það er :) ekkert endurbloggað af einhverjum lífstílsbloggum heldur bara venjuleg manneskja að segja frá venjulegum hlutum... svona mestmegnis allavega ;)
ReplyDeleteÞú ert æði og lífgar uppá daginn hjá mörgum
Ég elska bloggið þitt eins og það er, akkurat svoo gaman að droppa inn og vita aldrei á hverju maður á von; furðulegum mat, óförum þínum, gleði eða sorg, lærdómsbloggi, skemmtilegum og fallegum myndum, sögum af afkvæminu, speglamyndum, naglalakki eða bara einhverju allt öðru!
ReplyDeletemyndi segja að ef fólk vill endilega fara að skilgreina bloggið (sem mér finnst reyndar algjör óþarfi) að þitt sérsvið sé að segja bara frá því sem þér dettur í hug þá stundina!
það sem er svo frábært er að þú ert mannleg eins og við hin, þú átt góða og slæma daga eins og allir aðrir en það sem gerir þig svo sérstaka er að þú ert tilbúin að deila þessu öllu með okkur (líka þó við þekkjum þig ekki neitt eins og ég), og ert ekkert að fegra sannleikann!
æj vona að þú skiljir mig... haltu áfram að vera ÞÚ og blogga um það sem ÞÚ vilt deila með okkur!
Þú ert uppáhalds bloggarinn minn. Oft verð ég að kíkja inn á síðuna þína þegar ég er í vinnunni, bara til að kúpla mig aðeins út úr því umhverfi og lesa þessa dásamlegu og sjúklega fyndnu pistla þína. Hef ekki tölu yfir það hversu oft ég hef frussað út kaffinu sem ég er að drekka þegar ég hef verið að lesa bloggið þitt. Ég er ekkert að læra af reynslunni ;) Haltu áfram að vera svona meiriháttar skemmtileg og frábær :)
ReplyDeleteHafdís
Ekki breyta neinu! Þú ert án efa uppáhalds bloggarinn minn, ég hef oftar en ekki vælt úr hlátri við að lesa bloggin þín! ;) kv.helga
ReplyDeleteÞú ert fyndin og skemmtileg bloggkona. Ekki breyta neinu.
ReplyDeleteMEIRI NEKT.......djók
ReplyDeletekv gmt ;)
Sammála öllum að ofan - þekki þig ekki neitt, en ég elska að lesa bloggið þitt. Eina bloggið sem ég nenni að lesa, finnst öll önnur blogg alltof einhæf.
ReplyDeleteÉg tengi alltof mikið við þig, elska að ég sé ekki ein sem lendi endalaust í óhöppum og ét það sem ég vil þegar ég vil, og fer beyond til að búa til óhollan og sjúklega gott nasl.
Mér finnst persónulega vanta meiri blogg, og lengri blogg!! :)
Kv., Helena.
Halda áfram þessum fjölbreytileika :D
ReplyDelete