Feb 13, 2014

Fimm hlutir á fimmtudegi.



Ég veit fátt skemmtilegra en að versla mér framandi ávexti í Kosti. Já, ég kalla þetta framandi ávexti. Ég er utan af landi. Agnarsmáar mandarínur ennþá á stilknum og blóðappelsínur. Hrikalega gott og bara svo fallegt á að líta.



Ég og afkvæmið fórum í Húsdýragarðinn í dag. Gott og vel. Við sáum hest. Afkvæmið kom einnig auga á þetta sem lafir þarna á milli fótanna á honum. Samræður okkar hafa verið frekar einsleitar síðan.

Ég: Hvað eigum við að hafa í matinn?
Afkvæmi: Sástu typpið á hestinum?
Ég: Ekkert sérstakt sem þig langar í að borða?
Afkvæmi: Sástu typpið á hestinum?
Ég: Pylsur?
Afkvæmi: Sástu typpið á hestinum?
Ég: Eigum við að kaupa ís í eftirrétt?
Afkvæmi: Typpið á hestinum var stærra en ég.
Ég: Ís já. Kaupum okkur ís.
Afkvæmi: Sástu typpið á hestinum?

Þið skiljið sneiðina. Ég var rétt í þessu að lýsa fyrir honum hversu yndislegt mér þætti að hafa hann hjá mér. Það þarf væntanlega ekki að segja ykkur hverju hann svaraði. 


Æ já. Það er yndislegt að hafa hann hérna. Dásamlegt að fá örlítið lífsmark í Breiðholtið. Hér er drasl út um allt og við búin að vera á náttfötunum síðan klukkan fjögur. Ég er strax farin að kvíða því að halda áfram að veslast upp af söknuði eftir helgi. En er á meðan er. 



Ég fór nú örlítinn hring í MegaStore í dag. Aldrei slíku vant. Þið munið eftir beikonvarasalvanum sem ég ræddi um hérna. Í dag fann ég varasalva með poppbragði. Ef það er eitthvað sem fær hjarta mitt til þess að slá hraðar en beikon gerir þá er það bévítans poppkornið. Poppbragð á vörunum allan daginn? Já, ég er til. 



Við höldum áfram í MegaStore. Ég fann líka þennan dásamlega sæta poka sem inniheldur þrjár Lindorkúlur. Kostaði heilar 298 krónur. Ó, þessar kúlur. Gæti borðað heilt baðkar af þeim. Eða setið í baðkari með þeim og jafnvel, já - þið vitið hvern ég myndi setja ofan í þetta baðkar með mér. Byrjar einmitt á B alveg eins og baðkar.

Jæja. Ég ætla að fara að lesa fallega bók fyrir afkvæmi mitt. 
Sjá hvort við getum jarðað hestakynfærin í bili.

Heyrumst.

6 comments:

  1. bwahahahhaa…. ég er nú ekki hissa að barnið tali ekki um annað :D

    ReplyDelete
    Replies
    1. Úff. Hann er ekki vaknaður. Er að vona að þetta sé fallið í gleymsku - fremur en að þetta verði það fyrsta sem við ræðum núna í morgunsárið.

      Delete
  2. Litlir Bleikir FílarFebruary 14, 2014 at 7:41 AM

    Nei ég get ekki meira, hestatyppið og ég er brjál.

    Urlaðist úr hlátri, svo spyr ég bara eins og barnið: ,,Hvað með typpið á hestinum?"

    Móð af hlátri og pínu miður mín fyrir hönd merinnar sem þarf að hleypa þessum upp á sig - ghurl I'm sawwry for you!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hahahaha. Ég tryllist yfir þessu kommenti. Takk fyrir að leiða huga minn að því að þessi deli er notaður í einhverskonar uppáfarir. Ég bara dey. Steindey.

      Delete
  3. "Sástu typpið á hestinum" Ég sprakk úr hlátri, þessi drengur er snillingur!
    Aumingja merin, sammála bleika fílnum :D

    ReplyDelete
    Replies
    1. Aumingja merin?

      Aumingja ég! Það er ég sem sit eftir með sár á sálinni hérna.

      Delete