Mar 5, 2014

Gærkvöldið.

Í gærkvöldi brá ég mér í hlutverk tískuljósmyndara. Það var ó svo margt sem fór úrskeiðis - enda kann ég ekki mikið meir en að ýta á takkann á myndavélinni. Dálítil synd að eiga rándýrt myndavélarferlíki og vera alltaf með það stillt á auto. 

Ókei. Núna ætla ég að leggja mig fram við að læra á hana. Alveg mjög fljótlega. Lofa.








Smávegis skuggar og svona - hvað er það á milli vina? Ég kenni slæmri lýsingu um. Ekki mér eða lélegu flassi, hreint ekki. 

Þetta var skemmtilegt samt. Sýndi mér fram á hversu hrikalega lélegu líkamlegu formi ég er í. Ég var sveitt, þreytt og með krampa í öllum fingrum að myndatöku lokinni. Það getur vart talist eðlilegt fyrir konu undir þrítugu. Undir þrítugu já - í 412 daga í viðbót. 

Myndatakan fór fram í Level í Mosfellsbæ. Myndirnar eru væntanlegar inn á Facebook hvað úr hverju. Þið getið fylgst með því hérna. Látið bara eins og þið sjáið ekki skuggana - þá erum við sátt. 

Heyrumst.

3 comments:

  1. Eru þetta hárbönd frá Leynibúðinni?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Nóbb. Þessi eru ekki með teygju að aftan.

      Delete
  2. Skemmtilegt að lesa bloggin þín:D Hvaðan eru þessu gullfallegu hárbönd?:)

    ReplyDelete