Mar 2, 2014

Gúmmelaði fyrir Óskarinn.

Nóttin framundan er uppáhalds nóttin mín á árinu. Tjah, fyrir utan áramótin kannski. Ég hef vakað þessa nótt síðan ég var krakki. Iðulega án leyfis og í óþökk foreldra minna. 


Í nótt mun ég vaka. Ekki í leyfisleysi að vísu. Á meðan vöku og líklega miklum æsing stendur ætla ég að gæða mér á þessu.


Einungis þrjú innihaldsefni:

Ritzkex
Hnetusmjör
Mjólkursúkkulaði


Raða fáeinum kexkökum á ofnplötu.


Góð skeið af hnetusmjöri ofan á hvert kex.




Búa til samlokur og smella þeim í kæli á meðan súkkulaðið er brætt.




Hver og ein samloka er hjúpuð með súkkulaði.


Inn í ísskáp með þetta í rúmlega hálftíma.


Sleikja súkkulaðileifarnar úr skálinni.




Kveikja á kertum, RÚV og njóta.

Heyrumst.

(Uppskriftin kemur héðan og bestu þakkir til þín Eva fyrir ábendinguna).


1 comment: