Mar 3, 2014

Rauða teppið.

Jæja. Hérna sit ég úblásin af bingókúluáti og pepsidrykkju - klár í að leyfa mér að dæma aðra. Eitt af því sem ég geri hvað best.

Rennum yfir þetta.


Yndisleg. Uppáhalds. Alltaf. 

Ef svo ólíklega vill til að hún sigri í kvöld verður lögreglan sennilega kölluð út vegna óspekta í Breiðholtinu. Ég vakti hverja einustu manneskju í símaskránni minni klukkan fjögur að nóttu árið 2001 þegar hún hlaut Óskarinn fyrir Erin Brockovich. Símtöl, sms - ég sveifst einskis. Ég lofa að halda mig á mottunni í kvöld. Lofa.


Ég er ekki neitt agalega hrifin af því hversu margar skarta gráu/hvítu/silfruðu í kvöld. Ég er svo hrifin af litum. Of hrifin kannski. Hudson stígur samt sjaldan feilspor og mér finnst þessi kjóll afskaplega fallegur. Þó ég hefði kosið að hafa hann gulan. 


Já nei. Þú mátt bara fara heim að sofa í þessum kjól.


Heim í bólið með þig líka Minnelli.


Mér er alveg sama um þennan kjól. Reyni að hunsa óléttuna. Almáttugur, ég girnist þennan mann sem stendur við hliðina á henni. Ó, Hemsworth - þú mátt eiga mig!


Æ, hún er svo falleg eitthvað. Kjóllinn líka af því hann klæðir hana. Annars er liturinn ekki í uppáhaldi.


Mér líkar þetta ekki. Ég kann miklu betur að meta Margot Robbie í ljósari kantinum. 


Þessi mynd gerir ekkert fyrir þennan kjól. Hann var gullfallegur í sjónvarpinu.


Nei. Ég get ekki þessar krúsídúllur.


Gullfalleg. 


Þessi navyblái litur er alveg að ná mér eftir kvöldið. Fágaður og klassískur litur. Fer bæði Amy og Söndru afar vel. 


Ég sé ekki einu sinni kjólinn. Bara konu sem þarf virkilega á hjálp að halda. Aumingja Kelly.


Ég er ekki mikill aðdáandi pastellita hverskonar. En maðurinn hennar er svo mikið augnakonfekt að hún fer sjálfkrafa að taka sig vel út. Fallegur kjóll. Já.


Meh. Leiðinlegur kjóll. Hún hefur oft gert betur.


Já og nei. Ég fer fram og til baka með þennan. Leiðinlegur? Ekki leiðinlegur? Neðri hlutinn er fallegur. Sem og skartið sem hún ber. 


Það skiptir litlu máli hverju hún klæðist. Ég sé bara Oliviu Pope. Olivia elskar popp og rauðvín. Ég og Olivia Pope erum eitt. Svo gott sem.


Dásamleg. Alltaf dásamleg. Ég kann að meta öfuga hálsmenið.


Ég er alltaf svo skotin í Oliviu Wilde. Varð þó fyrir örlitlum vonbrigðum hérna. Bara örlitlum. Hún er flott en var bara svo miklu glæsilegri á Globes að mínu mati. 


Þessi kjóll kom dásamlega vel út á sviðinu.


Djöfullinn. Hún er alltaf svo guðdómleg. Ég er eiginlega meira til í hana en Brad. Undarleg tilfinning.


Æh, ekkert sláandi merkilegt við hann þennan.


Hlýrarnir á þessum hefðu mátt vera svartir. Svona svo ég skipti mér af. Ljótt hálsmen líka.

Úff, ég má ekki vera að þessu. Jared Leto er að halda agalega hjartnæma ræðu í þessum skrifuðu.

Heyrumst.

6 comments:

  1. Aldrei þessu vant þa er eg nokkuð sammala þer með flest....... nokkuð sammala samt bara sko!

    ReplyDelete
  2. Kjóllinn hennar Kristen Bell fannst mér ótrúlega flottur:) En annars sammála flestu:)

    http://cdn.redcarpet-fashionawards.com/wp-content/uploads/2014/03/Kristen-Bell-In-Roberto-Cavalli-Oscars-2014.jpg

    ReplyDelete
  3. Jared Leto, gvuð minn hvað hann var fagur á sviðinuu!! Og öfuga hálsmenið er alveg fyrir mig :)

    ReplyDelete
  4. Ég var ekki að meika þetta hárband á Lupitu..

    ReplyDelete
  5. sammála með spöngina eða hvað þetta var á Lupitu.
    þetta bara gargaði á mig, hún er svo falleg og í fallegum kjól… en hárskrautið algjör óþarfi.

    ReplyDelete
  6. Æ sorrý hvað ég er að koma með þetta komment seint, ég er bara að renna í gegnum bloggið þitt því ég get alltaf lesið það og hlegið jafn mikið í hvert einasta skipti.
    En hérna með hana Kerry Washington vinkonu þína eða heitir hún það ekki sem leikur Oliviu Pope? Það fyrsta sem kom í hugann þegar ég sé hana í þessum kjól er hvort hún hafi bara mætt beint úr sturtunni á óskarinn með handklæðið vafið utan um sig og gleymt að klæða sig.
    Þessi kjóll er bara eins og vel vafið handklæði í útliti, ég bara get ekki séð neitt annað út úr henni, er búin að reyna

    ReplyDelete