May 2, 2014

Fimm hlutir á fimmtudegi.




Ég er dálítið veik fyrir þvi að prófa að dýfa pylsum í ýmislegt. Þá helst grilluðum - af því þær eru bestar. Um daginn prófaði ég BBQ-sósu og hnetusmjör. Þið haldið jú væntanlega að ég ætli að lýsa því fyrir ykkur hverslags hnossgæti þetta var. 

Nei. 

Ég játa að þetta voru mistök. Þó svo hnetusmjör eigi hér hlut að máli.


Uppáhalds Ikeamáltíðin. Grænmetisbuff - svo bið ég auðmjúklega um svona þrjár ausur aukalega af sósu. 


Þarna er í bígerð ein besta eggjakaka í heimi.




Hér er um að ræða eggjaköku með banönum og gráðosti. Hún er síðan snædd með rifsberjasultu. Þetta er alveg glettilega góð samsetning. Bragðlaukarnir dansa. Ég get svo guðsvarið fyrir það!

Uppáhalds pizzan mín er á svipaðan máta. Þá set ég pizzasósu, banana, gráðost og meiri ost. Stundum reykta skinku ef vel liggur á mér. Snæði með sultu. Jafnvel rauðvínsglasi.

Draumur í dós.


Ég keypti þessa glæsilegu svefngrímu í Tiger í dag. Ég er með bráðaofnæmi fyrir íslenskum sumarnóttum. Líf mitt fer á annan endann og líkaminn á mér neitar að sofa. 


Hefðbundinn háttatími í Breiðholti. Gríman var eingöngu keypt af því hún tónaði svo vel við svefnklæðin.  Rassinn á mér er samt ekki heill fermeter þó þessi mynd gefi það til kynna. Hann er agnarsmár. Sver það.


Ómissandi hluti af vel heppnuðum háttatíma.

Heyrumst.

No comments:

Post a Comment