Jun 30, 2014

Svipmyndir af ættarmóti.


Gúlla og amma. Já, ég geng undir nafninu Gúlla innan móðurfjölskyldunnar. Ég man ekki alveg söguna á bak við það. Held að það tengist því að ég hafi verið óþarflega lengi að læra eigið nafn og kallað sjálfa mig Gúllu. 


Mamma mín búin að slást í hópinn. Já og undirhakan á mér líka. Ég hef augljóslega verið að segja einhvern stórgóðan brandara. Þið sjáið hvað þær horfa glaðbeittar á mig. 



Gleðin var svo sannarlega við völd. Alveg fram að sólarupprás.


Ó, það voru mixaðir kokteilar.


Sem þessi sá aðallega um að drekka.


Öll fjölskyldan, fyrir utan yngsta bróður minn, á dansgólfinu. Pabbi var að sýna dásamlega takta og við systkinin að kafna úr hlátri. Ó, þegar pabbi dansar. 


Við systur gengum til liðs við hljómsveit. 


Ég að sveifla mjöðmunum af minni alkunnu snilld.

Vesalings mönnunum langaði sennilega mest til þess að rota mig með harmónikkunni. Ég gat bara ómögulega skilið af hverju þeir vildu ekki eingöngu spila Bubbalög. 


Alltaf jafn viðeigandi.


Seyðisfjörður skartaði að venju sínu allra fegursta.


Ah, ástin. Bölvuð ástin. 

Ísak bróðir minn og Bergrós kærastan hans - svona líka afar sátt í örmum hvors annars. 


Jájá. Meiri blíðuhót. Þórdís systir mín og Hákon hennar.



Ég naut bara ásta með glasinu mínu. Áfengi, ást - þetta er svipuð víma. 

Virkilega, virkilega gott og gleðilegt kvöld. Ég á alveg hreint stórskemmtilega ættingja.

Jæja, ég er að njóta þess að eiga fáeina frídaga með afkvæminu.

Heyrumst.

No comments:

Post a Comment