Aug 6, 2014

Síendurteknar bíómyndir.

Ég verð seint þekkt fyrir mjög háþróaðan kvikmyndasmekk. Ég er líka ein af þeim sem getur horft aftur og aftur á sömu myndina án þess að blikna. Ef ég leigi mynd sem mér finnst alveg hreint stórkostleg þá horfi ég stundum á hana tvisvar í röð. Jafnvel þrisvar. Á einu kvöldi. 

Hérna eru nokkrar sem ég fæ aldrei leið á:



Eh já. Ég varaði ykkur við. Smekkurinn er ekki háþróaður. Æ, ég verð alltaf svo glöð þegar ég sé hana. Þegar ég heyri lagið og horfi á fötin þeirra. Yndisleg alveg hreint. 



 Ég elska, elska og elska þessa mynd. Ég fór á hana í bíó þegar ég var fjórtán ára og við höfum verið í stöðugu og góðu sambandi síðan. Sótsvartur húmor og nóg af blóði. 
Svo ég tali nú ekki um Christian Slater - má ég smyrja honum á kexköku og éta hann?



Ég hef séð þessa oftar en ég kæri mig um að telja. Hún er bara svo heillandi. Ég er líka svo hrifin af flugstöðvum. Ef ég mætti velja mér einn stað til þess að festast á þá yrði líklega ein slík fyrir valinu. 




Ó, þessi er ein af mínum uppáhalds. Breski hreimurinn hans Hugh Grant - ég verð máttlaus í hnjánum við tilhugsunina.  Ókei. Ég verð reyndar máttlaus allsstaðar þegar ég heyri breskan hreim. Sama út úr hvaða skrípi hann kemur. Þess vegna ferðast ég ekki til Bretlands. 






Ég hef að vísu ekki séð þessar tvær dálítið lengi. Man að ég horfði á þær óteljandi sinnum í æsku og fékk ekki nóg. Ég var ekki barn sem lék sér úti. Nei. Fyrir framan sjónvarpið var minn staður. Allan daginn, alltaf. 



Þessi er góð. Lofa.
Hún fjallar um fjögur pör sem hittast árlega. Öll burðast þau með vandamál og sorgir. Æ, nóg um það. Það eru fjórir fjallmyndalegir svartir menn í henni. Það er það eina markverða sem þið þurfið að vita. 




Ég er búin að sjá þessa mynd óþarflega oft. Veit ekki hvort það áhorf tengist áhuga mínum á mannfræði eða blóðböðum. Kannski er þetta týpísk hryllingsmynd um ungmenni sem lenda í aðstæðum sem þau ráða ekki við. Ég veit ekki. Mér finnst hún góð. 



Ég veit ekkert af hverju ég get horft á þessa aftur og aftur. Hún fjallar um þrjú ungmenni sem festast í skíðalyftu og gleymast þar. Fólk er étið af úlfum. Fullt af blóði og ógeði. Mæli með henni. 

Þetta er að sjálfsögðu bara brot af þeim myndum sem eru sírúllandi í Breiðholtinu. 
Framhald síðar. 

Heyrumst.

2 comments:

  1. ég gjörsamlega tjúllaðist yfir Frozen...FOKK og fljótlega eftir að ég horfði á hana fór ég á skíði á Ak, að sjálfsögðu stoppaði lyftan í góðar 10 mín eða svo...... ég var alveg að fara að stökkva niður....
    já einmittt....
    en ég verð að fara að sjá Death becomes her aftur :D

    ReplyDelete
  2. Ég trúi ekki að hér sé Dirty Dancing ekki nefnd...SHAME ON YOU!!

    ReplyDelete