Oct 23, 2014

Fimm hlutir á fimmtudegi.


Sunnudagssteik í foreldrahúsum. Fátt sem toppar það. Nema kannski að borða sunnudagssteik með Bubba.



Af hverju eru allir að baka franskar súkkulaðikökur þessa dagana? Allsstaðar sem ég kem er ein slík í boði. Ég er búin að troða í mig óþarflega mörgum sneiðum síðastliðna viku. Fyrir utan kökuna sem ég bakaði svo sjálf.

Og át ein. Hverja einustu mylsnu.


Kjúklinganúðlusúpan á Krua Thai - ég gæti baðað mig upp úr henni. Þvílíkt lostæti. Krua Thai er óþolandi nálægt heimili mínu í Breiðholti og þess vegna er þessi súpa á boðstólnum að minnsta kosti einu sinni í viku.

Matarlega séð hlakka ég afskaplega mikið til að komast aftur til Reykjavíkur eftir helgi. Ikea, Krua Thai, Noodle Station, Ikea, Dominos, Ikea og salatbarinn í Hagkaup. 

Hangikjötið er komið í Ikea. Guðrún Veiga ætlar að setjast að í Ikea.


Ótrúlega fallegar marmara-gluggakistur heima hjá mömmu og pabba. Þau eru búin að búa í þessu húsi í átta ár. Ég tók eftir gluggakistunum núna um helgina. 


Hérna verð ég á morgun. Með fyrirlestur.



Já. Jájá. Ég get talað um aðra hluti en Bingókúlur, hnetusmjör og Bubba Morthens. Svona stundum að minnsta kosti. Þegar þess er krafist.

Heyrumst.


No comments:

Post a Comment