Nov 7, 2014

Gult, gult, gult.


Ég neyddi mig til þess að fara á miðnætursprengju Kringlunnar í gærkvöldi. Ég þoli ekki mannamergð. Múgæsing. Bílastæðaþjófa. Biðraðir. 

Ég hins vegar elska frítt vín. Og að næla í jólagjafir á afslætti. Það var því tilgangur þessa ferðalags. Frítt vín og ódýrar jólagjafir.

Ég ætlaði upphaflega í leikfangadeildina í Hagkaup. Að finna jólagjöf handa afkvæminu. En komst aldrei alla leið. Ég var rétt komin inn fyrir dyrnar þegar ég áttaði mig á að inni í Hagkaupum var búið að opna nýja búð. F&F heitir hún. Veit ekki frekari deili á henni.

Ég gleymdi skyndilega stað og stund. Hvað ég héti. Og að ég ætti afkvæmi yfir höfuð.


Þarna var hún - kápa drauma minna. Öskrandi nafn mitt.

Gul eins og sólin. Alveg syngjandi fögur. Ó, eins og Bubbi á góðum degi.


9.900 krónur. Það var ómögulegt að neita mér um hana. Ekki að ræða það. 


Bakhlutinn. Á mér og kápunni.

Ég er alveg skínandi sæl með hana. 

Heyrumst.

2 comments:

  1. Ji hvað þetta er geðveik kápa ... sjúklega töff ... og þú flott í henni sæta spæta 😊😉👍👌

    ReplyDelete
  2. Fór einmitt í fyrsta skipti í gær og kolféll fyrir þessari kápu! B e a u t i f u l !

    ReplyDelete