Nov 29, 2014

Svipmyndir úr útgáfuhófi.


Afkvæmi mitt. Sem ítrekað reyndi að sannfæra gesti um að kaupa Vísindabók Villa frekar en bókina sem móðir hans stritaði yfir.



Elsku bestu systkini mín. Bæði gerð úr gulli.


Fyrsta bókin árituð. Skemmtilega vandræðalegt. Sérstaklega þar sem ég þurfti að spyrja elsku stelpuna fjórum sinnum hvernig nafnið hennar væri stafað. 



Stund milli stríða. Eða þið vitið - sopi milli stríða.


Amma mín lét sig ekki vanta. 


Ég vænti þess að þið séuð öll æst í popphárband. Þau eru fáanleg hérna - ásamt mun hefðbundnara hárskrauti.






Þetta var örlítið óþægileg uppákoma. Ég þarf að tileinka mér dömulegri talsmáta. Það er ekki lekker að segja orðið fokking í hverri setningu. Fyrir framan fulla bókabúð af fólki. Og börnum.





Það er gott að eiga traust bakland. Þessar tvær hef ég þekkt síðan ég man eftir mér. 


Þarna vorum við nýbúin að ræða málin. Mjög alvarlega. ,,Ekki kaupa bókina hans Villa. Keyptu bókina hennar mömmu minnar. Annars fæ ég ekkert að borða."










Þetta var ó svo dásamleg kvöldstund. Takk fyrir að koma. Samt aðeins fleiri þakkir til þeirra sem keyptu. 

Jæja, ég þarf að halda áfram að pakka niður kjallaranum hérna í Breiðholtinu. Þrífa. Deyja. Já og ákveða hvar ég ætla að búa frá og með mánudeginum. 

Heyrumst fljótlega.

1 comment:

  1. http://www.asparkleofgenius.com/2014/08/rolo-pretzel-bark.html

    ReplyDelete