Helgin mín var með allra ljúfasta móti. Ég fékk þær fregnir að meistararitgerðin mín væri staðin. Sem voru einkar gleðileg tíðindi. Umsögnin sem fylgdi henni var svo fögur að mig langaði að sleikja tölvuskjáinn. Og setja hana í status á Facebook. En ég náði að hemja mig. Og halda henni fyrir sjálfa mig. Og mömmu. Og ömmu. Og alla sem voru online á Facebook-spjallinu stuttu eftir að ég bar hana augum.
Ég drakk báðar flöskurnar af þessu ágæta tilefni.
Barnsfaðir, fyrrverandi og verðandi sambýlismaður flaug suður á bóginn og eyddi með okkur helginni. Hann er svo væntanlegur hingað í 105 eftir 16 daga. Til frambúðar.
Látið ekki eins og þið séuð hissa. Þið voruð fyrir löngu búin að leggja saman tvo og tvo.
Á síðustu þremur vikum hef ég haldið fleiri matarboð en á ævinni allri. Það er ánægjuleg þróun. Fyrir utan það hvað mér finnst ógeðslega leiðinlegt að elda. Látum það liggja á milli hluta.
Ég gerði svo sannarlega reyfarakaup í Kolaportinu um helgina. Fjórar bækur á einn fjólubláan. Þúsundkall sko.
Það er ekkert athugavert við það að ég eigi tvö eintök af þessari? Er það?
Nei, ég hélt ekki.
Heyrumst.
Til hamingju með lìfið :D
ReplyDeleteKv, Heba
Hvaða sósu eruði að setja á pizzuna?
ReplyDeleteKv. áhugakona um pizzur og sósur
Til hamingju með verðandi sambýlismann og meistararitgerð :)
ReplyDeleteeruði kæró par eða bara sambýlisfólk :)
ReplyDeleteelska bloggið þitt, takk fyrir að leyfa mér að taka þátt í þínu lífi, til hamingju með allt, kv Eva
ReplyDelete