Ó, ég
keypti þessa fagurgrænu körfu í Ikea um daginn. 400 krónur heilar. Ég sem var búin að
vera að gæla við kaup á einhverri fokdýrri stálgrind frá Ferm Living. Eða ég var að safna fyrir henni.
Snarhætt við þá hugmynd. Og get þess vegna eiginlega eytt
11.400 krónum í eitthvað annað. Svona af því ég var á annað borð búin að áætla
slíka upphæð í körfukaup. Söfnunni var að vísu ekki alveg lokið. Jæja.
Þessi tónar líka svo fjári vel við sófann sko.
Ég er bara almennt dálítið mikið í Ikea þessa dagana. Ekki
af því ég er nýflutt, nei. Hamborgari og franskar kosta 495 krónur út febrúar.
Og rjómabollurnar eru löngu komnar. Bolla og borgari - ég stend alveg í röð fyrir slíkt.
Ég er búin að gera ægilega góð kaup í Gyllta kettinum upp á
síðakstið. Fjólublá kaup. Það er helvítis bölvun að hafa Gyllta í göngufæri. Og afsaka ferðirnar þangað sem líkamsrækt.
Mín nýjasta þráhyggja. Kaffisúkkulaði. Ég get ekki hætt. Ég
kaupi tvær kippur á viku. Eða sko fjóra pakka með þremur súkkulaðistykkjum. Sem
eru 12 stykki. Sem eru tvær kippur. Það hljómar bara svo skemmtilega. ,,Æ, ég
stútaði kippu af kaffisúkkulaði.“
Ekki?
Ég ætla að þróa kaffisúkkulaðiís um helgina.
Ég fann svo þessi stykki í Hagkaupum í gær. Þegar ég fór til þess að kaupa kaffisúkkulaði. Cadbury-súkkulaði með Ritzkexi? Mögulega það stórkostlegasta sem ég hef smakkað. Fyrir utan Bingókúlur. Og kaffisúkkulaði.
Ég þarf augljóslega að taka röskan göngutúr í Gyllta á morgun.
Heyrumst.
Afhverju ertu ekki 300 kg? Annars er langt síðan ég hef fengið mér kaffisúkkó mmmmmhmm
ReplyDeleteÉg rokka. Stundum er ég 300. Þá daga birti ég engar myndir af mér.
ReplyDeletenammmm Kaffisúkkulaði!!! var búin að gleyma því.
ReplyDeleteNÁKVÆMLEGA - ég gleymi því reglulega. En að uppgötva það aftur - mmmm!
DeleteJeminn... þú ert farin að hafa einum of mikil áhrif á líf mitt Guðrún Veiga og ég sem þekki þig ekki neitt! Ég þaut út í búð að kaupa kaffisúkkulaði í fyrsta sinn eftir að hafa lesið pistilinn, þegar heim var komið sá maðurinn minn súkkulaðið og spurði mjög hissa á svip ,,hvaða súkkulaði ertu eiginlega að kaupa?" og þá svara ég ,,sko, þetta er kaffisúkkulaði, ég hef aldrei smakkað það en Guðrún Veiga, þú veist sjúkt fyndni bloggarinn sem ég er alltaf að lesa upphátt fyrir þig, var að segja að það væri sjúklega gott svo ég varð bara að prófa það, enda er allt sem hún póstar eitthvað mega girnó!"
ReplyDeleteÞað þarf svo sem ekki að fara mörgum orðum um súkkulaðið, það var búið ca. 20 sek eftir að það var opnað og maðurinn fékk ekki einu sinni bita!
Takk ;)
p.s. sem diggur lesandi verð ég að játa að ég var búin að leggja saman tvo og tvo, beið bara spennt eftir staðfestingunni ;)