Já. More is more er mitt lífsmottó. Sama hvert litið er. Klæðaburður. Förðun. Skartgripir. Heimilið. Blótsyrðanotkun. Less is more er mottó sem ég hef aldrei náð að tileinka mér.
Og mun aldrei koma til með að gera.
Gunnarsbrautin er svona að taka á sig mynd. Ég hef ekki alveg lokið við að ofhlaða hvern einasta krók og kima. En þetta er allt að koma.
Ég keypti þessa Afríkubók á örfáar krónur á bókamarkaði í Laugardagshöll um helgina. Ekki af því að ég er sérleg áhugamanneskja um Afríku, nei. Heldur til þess að líta út fyrir að vera einhverskonar framandi mannvitsbrekka.
Hér er vart þverfótað fyrir listaverkum. Eitt úr Góða hirðinum. Annað úr Rúmfatalagernum. Og það dýrmætasta eftir elsku ömmu mína.
Ég á eftir að troða meira í hana þessa. Engar áhyggjur.
Þessi hilla er orðin eins og ég vil hafa hana. Svona sirka.
Fáein naglalökk (sem stofuprýði, auðvitað). Og myndaveggur í vinnslu.
Hryðjuverkamaðurinn og guli sófinn. Sem hann er búinn að gjöreyðileggja - eins og ég skrifaði nánar um hérna. Þessi sófi er mín allra versta fjárfesting. Á ævinni. Fyrir utan öll ræktarkortin sem ég hef borgað en ekki notað.
Harvey minn vermir stólinn á heimaskrifstofunni.
Stundum sest ég á andlitið á honum. Ekki alveg í bókstaflegri merkingu. Nema kannski í hausnum á mér.
Ó, ef þið sæjuð þangað inn.
Ókei, ég er hætt.
Heyrumst.
Hvar fékkstu hilluna sem er fyrir ofan sjónvarpið?
ReplyDeleteÞessi hansahilla tilheyrir íbúðinni bara. Veit ekki meir :)
Delete