Góðan daginn. Gleðilegan laugardag. Nammidag. Tvöfaldan nammidag sökum veðurs. Ég var risin úr rekkju fyrir allar aldir. Aðallega vegna þess að ég var fullviss um að vakna með trampólín í andlitinu. Nær dauða en lífi.
Og hvað gerir næstum þrítug kona klukkan átta á laugardagsmorgni? Hún drekkur ellefu kaffibolla. Steikir egg og beikon. Drekkur einn kaffibolla í viðbót. Svo bakar hún.
Hér er auðvitað um að ræða konu sem ekki nennir að gera deig frá grunni. Alveg alls ekki.
Bingókúlufyllt Brownie
1 pakki Betty Crocker Brownie Mix (egg, vatn & olía)
2 pokar af Bingókúlum
Útbúum Browniemixið samkvæmt leiðbeiningum á kassa.
Smyrjum eldfast mót vel og vandlega. Hellum helmingnum af deiginu í það.
Bingókúlum raðað kyrfilega ofan á. Tvær í munninn. Ég meina fjórar.
Smyrjum restinni af deiginu yfir. Inn í ofn á 180° í 35-40 mínútur (notið prjón til þess að vera viss um að hún sé tilbúin).
Ó, löðrandi í lakkrís og unaði.
Fullt hús stiga. Og eiginlega gott betur.
Þið getið fundið mig bæði á Snapchat og Instagram - gveiga85.
Heyrumst.
Þetta lítur fáránlega vel út! Hvað er eldfasta mótið stórt sem að þú notar?
ReplyDelete