Apr 7, 2015

Páskar



Ó, þegar níu hömlulausir sælkerar koma saman. Ofætur með meiru. Þá er étið. Ókei, borðað. Borðað, borðað og borðað. Frá því sól að morgni rís. Þangað til hún sest. Og eiginlega gott betur. Almáttugur minn. 

Þarna má sjá eitt ferlega lekker hlaðborð. Sushi, pylsur, snakk, súkkulaði og rauðvín. 


Þessi hafði að vísu lítinn áhuga á öllu matarkyns. Aldrei slíku vant. Enda sérlegur áhugamaður um heita potta. Honum langar ekkert að eiga leikjatölvu, snjallsíma eða ipad. Bara heitan pott. 

Hvað viltu fá í afmælisgjöf þegar þú verður 8 ára?

Heitan pott. Og að þú kaupir þér nýjan bíl og hættir að skutla mér í skólann á druslunni. 


Hádegisverður í bígerð. Einn af mörgum. Mamma er sífellt að skamma mig fyrir að vera hokin í baki. Og ég þræti alltaf. Ég þarf augljóslega að hætta því. Ég er eins og Hringjarinn í Notre Dame. Svona næstum. 


Æ, þið vitið. Nenni ekki að elda og allt það. Nenni ekki að hræra deig heldur. Æ, nei. 





Jú, afkvæmið plankaði á milli þess sem hann sullaði í pottinum. Eðlilega. Ég hefði mátt gera slíkt hið sama. Ég var nota bene að troða í mig vöfflu með rjóma um leið og þessi mynd var tekin. 




Þegar við sátum ekki að snæðingi í bústaðnum - já, þá snæddum við bara út í bæ. Aldrei dauð stund. Að minnsta kosti ekki þegar þarmarnir áttu í hlut. 



Afkvæmið ásamt ofmetnasta páskaeggi á Íslandi. Hvílík vonbrigði. 


Hádegisverður. Taka 392.


Pylsur brasaðar í beikonfitu, auðvitað.



Nei, þetta er ekki matur. Skarplega athugað. Þarna stóð ég - um það bil að deyja Guði mínum. Í stuttum kjól. Nælonsokkabuxum. Og gömlum peysugarmi. Skjálfandi eins og hrísla. Dálítið stór og vel væn hrísla. Náttúrubarnið sem ég er. 


Ég íhugaði ristilskolun í gær. Ég get svo guðsvarið fyrir það. 

Reyndi að vísu við djúsdetox í morgun. Var dáin úr hungri klukkan eitt. Give or take. 

Heyrumst.

2 comments:

  1. Ég get svo svarið það að ég hef verið í þessum bústað, Kennarasambandsbústaður (lesist 2007 mannvirki) á Flúðum? Þar var líka mikið borðað, þetta eru álög.

    ReplyDelete