May 2, 2015

11 þúsund króna ísrúntur


Nei. Ég fór ekki á rúntinn og verslaði mér sex síldartunnur af ís. Þó að það hljómi eflaust eins og eitthvað sem ég myndi gera. Á erfiðum degi.

Vinkona mín bauð mér rúnt. Við slöfruðum í okkur vel þungum ísdollum á Yoyo. Rúlluðum einn Laugaveg. Eða fjóra. Ákváðum svo að smella okkur í Hagkaup. Að skoða naglalökk. Eins og tvær þrítugar konur gera. Rétt undir miðnætti á föstudagskvöldi.

Við lögðum leið okkar í Hagkaup í Skeifunni. Þar beið okkar óvænt ánægja. Glæný F&F verslun.


Ég náði aldrei inn í snyrtivörudeildina. Að naglalökkunum. Þessi jakki sko. Hann bara hrópaði nafn mitt. Hástöfum. Um leið og ég gekk inn í bölvaða búðina. 

Ég reif mig úr á miðju gólfi. Mátaði hann. Speglaði mig. Kiknaði í hnjánum. Glápti á mig með aðdáun. Ást við fyrstu sýn. Bleik ský og blóm.

Ég ákvað þó að vera skynsöm. Ég setti jakkann aftur á sinn stað. Ég ætlaði að sofa á þessu. 

Löng saga stutt: Ég var komin heim aftur. Til þess að sofa á þessu sko. Það gekk ekki eftir. Ég rauk út í bíl klukkan eitt í nótt. Ruslaðist inn í F&F og reif þessa elsku með mér heim. 



Þessi kaup voru nú aldeilis tilefni til þess að rigga kollinum aftur upp á stofuborð. Og súpupottinum. Og taka afar vel útfærðar myndir.


Jakkinn kostaði tæplega 11.000. Það er nú nokkuð vel sloppið. Fyrir yfirhöfn. Fína yfirhöfn. Gullfallega og ferlega praktíska.


Já. Ég er alveg húrrandi hamingjusöm með hann. Alveg húrrandi. 

Heyrumst.


2 comments:

  1. Flottur jakki en hvaðann er þessi guðdómlegi kjóll? :)

    ReplyDelete
  2. Fann hann í Zöru fyrir stuttu. Á 3990 krónur heilar. Hann er ennþá til - rakst einmitt á hann í dag. Líka til í fleiri litum. Flottur og fáránlega þægilegur ;-)

    ReplyDelete