May 11, 2015

Brjóst & salsa


Það er búið að vera ferlega bjart yfir mér í dag. Svo gott veður. Svo góð helgi að baki. Allt í plús. Ég og afkvæmið eyddum helginni að mestu leyti í Sundhöll Reykavíkur. Sem var stórkostlegt. Fyrir utan mistökin sem ég gerði við sundfatakaup. 

Ég keypti mögulega topp í skálarstærð D. Höfum á hreinu að ég er í A. Mínus A sennilega. Toppurinn sem ég keypti er eiginlega með svona útblásin brjóst í stærð D. Efnið leggst ekkert að mínum brjóstum neitt. Nóbb. 


Allt í lagi. Þetta gæti alveg verið skálastærð C. Eða eitthvað. Þetta er að minnsta kosti miklu stærra rými en mínir dyrahnappar þurfa. Svo er mjög augljóst að ekki er um alvöru brjóst að ræða. Bara bringa og svo tvær kúlur. Lekker. Hrikalega lekker. 

Jæja. Ég ætlaði ekki að tala um júllurnar á mér í dag. Eða aðkeyptu júllurnar mínar. Heldur salsa. Jarðarberjasalsa. Sem er bjart og gott. Litríkt og ljúffengt. 


Jarðarberjasalsa:

2 litlar lárperur
1 box jarðarber (250 grömm)
1-2 chili-aldin
1/2 rauðlaukur
safi úr 1/2 lime
1/2 teskeið salt
1/4 teskeið hvítlauksduft
kóríander eftir smekk (eða bara mikið, ógeðslega mikið)


Söxum allt niður og blöndum saman í skál.


Kryddum og kreistum lime-ið yfir. Hrærum allt varlega saman.



Virkilega gott. Súrt, salt, sætt - stórkoslegt bragðlaukadjamm. 


Gott með söltuðu nachos-i. Eða bara með skeið. Og beint upp í munn. 

Mmm.

Heyrumst.

No comments:

Post a Comment