Oct 5, 2015

The Body Project


Einhverjir muna væntanlega eftir því þegar ég fór á brókinni um gjörvallt internetið. Ekki verða spennt. Ég ætla að vera fullklædd í dag. Á internetinu sem og annarsstaðar. 

Mig langaði hins vegar að segja ykkur frá því að núna er komið að líkamsmyndarnámskeiðinu - The Body Project. Sem ég ræddi um í vor. Og verða slík námskeið haldin í öllum framhaldsskólum höfuðborgarsvæðisins. 


Námskeiðið er ætlað til þess að efla gagnrýna hugsun ungra kvenna. Og auka sátt þeirra í eigin skinni. Þetta námskeið hefur reynst hafa verulega jákvæð áhrif á líkamsmynd og marktækt fækkað átröskunartilfellum. Sem er stórkostlegt. 

Ég skora á stúlkur í framhaldsskólum höfuðborgarsvæðisins að skrá sig á þetta námskeið. Ég skora á þær af öllu hjarta. Ég vona að allsstaðar verði fullt út úr dyrum. Segjum brengluðum útlitsviðmiðum stríð á hendur. Fokkum upp óraunhæfum kröfum. Í sameiningu. 


Ah, þarna er 18 ára gömul Guðrún Veiga. Hún hefði þurft á svona námskeiði að halda. Eftir að hafa rifið sjálfa sig niður í mörg ár. Og verið rifin niður úr öllum áttum. Svo fór allt til fjandans. Beinustu leið. Út af því að hún þráði fátt heitar en að passa í kassann. Falla undir einhver óraunhæf viðmið. 

Ókei, ég ætla ekki að fylla þessa færslu af dramatík. Eins og ég geri alltaf þegar ég ávarpa málefni af þessu tagi. 

Ég vildi að ég gæti gengið í hús til þess að ítreka mikilvægi þessa námskeiðs. 

likamsmynd@gmail.com

Áfram gakk. Skráðu þig til leiks. Eða dóttur þína. Barnabarn. Vinkonu. Fjarskylda frænku. Alla heimsbyggðina.

Heyrumst.

1 comment:

  1. Flott framtak. Verður líka farið út á land?
    spyr landsbyggðartútta og móðir.

    Kveðja, Þorbjörg Gunnarsdóttir

    ReplyDelete