Hérna eru fáeinar uppskriftir úr þáttunum mínum - Nenni ekki að elda - sem hófu göngu sína á iSTV í júlí 2014. Fleiri uppskriftir má svo finna í bókinni minni sem ber sama nafn. Hún kom út þann 27.nóvember sama ár. Hana má meðal annars versla hér.
1. þáttur - Ásgeir Kolbeins.
Ekki svo fljótlegur kjúklingur að hætti Ásgeirs:
3-4 kjúklingabringur
Appelsínugulur Doritos
2 krukkur ostasósa
1 krukka mild salsasósa
1 krukka medium salsasósa
Rifinn ostur
Kryddið kjúklingabringurnar og eldið við 200° í góðar 20 mínútur. Skerið þær síðan í bita. Myljið Doritos og setjið í botninn á eldföstu móti. Smyrjið krukku af salsasósu yfir Doritosið og einni krukku af ostasósu yfir það allt saman. Smellið kjúklingabitunum ofan í. Önnur krukka af salsasósu og önnur af ostasósu. Rifinn ostur ofan á herlegheitin og inn í ofn í 25 mínútur.
Snickerspopp:
Þið finnið uppskriftina af Snickerspoppinu hérna.
2. þáttur - Leoncie.
Indversk eggjakaka.
4 egg
1 poki spínat
1 stykki laukur
Ferskt chilli eftir smekk
Salt
Svartur pipar
Garam Masala
Túrmerik
Setjið spínatið og laukinn í sjóðandi vatn og látið sjóða skamma stund. Bætið söxuðu chilli saman við. Kryddið með salti og pipar. Hrærið saman 4 egg í skál og kryddið með Garam Masala, pipar og túrmerik.
Hellið spínatblöndunni í sigti og látið vatnið leka af. Jafnið blönduna svo út á pönnu og steikið við vægan hita. Hellið eggjunum saman við og kryddið með salti og pipar.
Eggjakakan smakkast best með góðu hvítlauksbrauði. Nú svo má einnig narta í ferskt chilli með henni eins og Leoncie vinkona mín gerði.
Súkkulaði- og hnetusmjörspopp.
Rúmlega 1/2 poki Stjörnupopp
1 bolli súkkulaði
1/2 bolli hnetusmjör
1/4 bolli ósaltað smjör
1 teskeið vanilludropar
Súkkulaði, hnetusmjör, smjör og vanilludropar brætt saman í potti við lágan hita. Þegar allt er orðið vel blandað og brætt er blöndunni hellt yfir poppið. Hrærið vel og vandlega þangað til allt poppið er þakið í súkkulaðidýrðinni. Þetta þarf síðan að dvelja í góðar 30 mínútur í ísskáp áður en má njóta.
Ekki gleyma að setja inn uppskriftirnar,, er ekki komin vika frá þættinum með Ásgeiri Kolbeins? :)
ReplyDelete