Oct 19, 2013

Bits and bobs.

 
Ég fór í ansi ljúfan hádegisverð með elsku ömmu minni í gær. Jú og ómyndaðri móðursystur minni líka. Ferlega notalegt. Að sjálfsögðu kíktum við á fáein skópör í leiðinni. Og snyrtivörur. Og ilmvötn. Og töskur. Ég keypti samt ekki snifsi. Plús fyrir það.

 
Ég á ekki í vandræðum með að raða í mig sushi í öll mál. Ég fékk mér sushi í hádeginu með ömmu í gær. Í gærkvöldi slysaðist ég svo óvart inn í Ikea. Þar var hægt að fá sushi. Og hvítvín. Á rúmlega 1600 krónur. Það þarf ekki að ræða það mál frekar.

 
Ég átti samt í virkilegri innri baráttu í Ikea í gær. Hvort vildi ég hangikjöt eða sushi? Ó hangikjöt, grænar baunir, rauðkál og jólaöl. Sushið vann í þetta sinn. Bara af því hvítvínið var svo fjári ódýrt.

Ég dró systkini mín með mér í Góða hirðirinn. Þeim til mikilla ama. Ég er sú eina í fjölskyldunni sem hefur sérlegan áhuga á flóamörkuðum. Sú eina sem gengur í fötum af flóamörkuðum. Stillir upp húsgögnum af flóamörkuðum. Les bækur sem keyptar eru á flóamörkuðum. Já. Ég elska flóamarkaði.

 
Talandi um bækur - ég dröslaði þessum með mér úr Góða hirðinum. Ansi fín kaup. Tjah, fyrir fólk sem kann að elda og stundar líkamsrækt. Sem sagt ekki mig.

Í dag voru liðnir 17 dagar síðan ég borðaði bingókúlu síðast. Ég var orðin hrædd um að setja Helga í Góu á hausinn og ákvað að sturta í mig einum poka. Ég ætla aldrei að hætta að borða bingókúlur aftur. Lífið er hreinlega of stutt. 

Mikið af símamyndum rata inn á Instagram - ykkur er velkomið að eltast við mig þar, @gveiga85.

Heyrumst.

2 comments:

  1. Jammí nú langar mig bara í sushi - ánægð með ömmu þína að borða sushi og skvísast í skókaupum :)
    hilsen frá seyðis,
    Halla

    ReplyDelete
  2. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig?
    http://gulurraudurgraennogsalt.com/2013/05/05/omotstaedilegt-epla-nachos/

    ReplyDelete