Þetta er kannski örlítið undarleg hugmynd. En sko. Þetta er gott. Verulega gott. Ég lofa.
Í þetta þarf nýskoluð vínber. Þau eiga að vera rök - ekki rennandi blaut.
Tveir pakkar Jello. Sitthvor bragðtegundin. Þetta má velja eftir smekk bara.
Jelloduftið er hrist saman í poka. Og já, þetta er nýtt naglalakk sem þið sjáið glitta í. Ég er búin að vera svo dugleg að læra um helgina að ég átti vel skilið fimmtán ný naglalökk. En ég er nægjusöm og keypti bara eitt.
Jelloblöndunni er hellt á disk, vínberin þar ofan á og þeim velt vel og vandlega upp úr.
Síðan má njóta. Það er ægilega gott að sjúga duftið af.
Namm!
Það má víst gera þetta við frosin vínber líka. Ég hafði ekki þolinmæði í slíkt.
Þið verðið að prófa!
(Hugmyndin kemur héðan).
No comments:
Post a Comment