Oct 22, 2013

Hversdagsleikinn.

Suma daga er hversdagsleikinn ansi ljúfur og góður.


Þegar maður hefur stundað fjarnám í næstum fjögur ár er fáránlega skemmtilegt að mæta annað veifið í skólann. Vandræðalega spennandi. Svo hressandi að ég splæsti í speglamynd og bros fyrir klukkan tíu í morgun. Slíkt er sjaldséð.


Þegar maður hefur verið aleinn, innilokaður og talandi við sjálfa sig í fáein ár verður Þjóðarbókhlaðan auðveldlega með fegurri stöðum á jörðinni. Dásamlega þögul en samt iðandi af lífi. Rándýrt kaffi sem var líklega lagað í fyrradag verður hinn ljúfasti sopi. Samloka með skinku og osti á 550 krónur náði ekki einu sinni að slá mig út af laginu.

Ah, svo er líka sól úti.

Heyrumst.

5 comments:

  1. hahaha! ég hef aldrei í lífinu mínu vitað að fyrirlestrar og bókhlaða geti gefið svona mikla gleði.
    áfram þú og lífið!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hahahahahaha. Einhversstaðar verður maður að finna gleðina!

      Allavega á meðan samfélagið samþykkir ekki rauðvínsdrykkju klukkan tvö á þriðjudegi.

      Delete
  2. Bókasöfn eru almennt bara góðir staðir. (og flest -söfn.)
    Búin að finna þemalag handa þér, bæði hress taktur, pínu old school en mest bara gott með skemmtilegan titill http://www.youtube.com/watch?v=6ul-cZyuYq4
    (<--- Má vera að þetta sé undir áhrifum þess að ég var á Fleetwood Mac tónleikum á föstudaginn, en þrátt fyrir 30+ árin þá er lagið engu að síður ekkert verra.)

    Eigðu góðan dag - haussólin skín líka í DK.

    Heiðdís

    ReplyDelete
  3. hvers dagleikin fer þér vel xx b

    ReplyDelete