Oct 24, 2013

Fimm hlutir á fimmtudegi.


Ég keypti þessa voða fínu dúska í Ikea í gær. Ég var fullviss um að þeir myndu nú aldeilis sóma sér vel í svefnherberginu. Nah, mér skjátlaðist. Allt í einu leit svefnherbergið út eins og herbergi hjá fermingarstelpu. Ekki gengur það upp. Þeim verður því fundin ný staðsetning hið snarasta. 


Ég er ekki búin að dvelja hérna í viku og er strax búin að gjöreyðileggja eitt stykki ljós. Ég tók þetta auðvitað alla leið. Það dugði mér ekkert bara að brjóta glerið. Ég þurfti að rífa það hálfpartinn niður úr loftinu líka. 
Nei, það fær ekki að fylgja sögunni hvað ég var að bardúsa.



Ó, þessi bölvaða kaka er komin í búðir. Ekki misskilja mig - ég er einn mesti jólaþjófstartari sem hægt er að finna. En ég get ekki látið þessa köku öskra á mig í hvert skipti sem ég stíg inn í matvörubúð næstu TVO mánuði. Fjárinn. Það er vissara að kyssa gallabuxurnar sínar bless. 



Þetta er eitt það besta sem ég hef látið inn fyrir mínar varir. Og fer nú ansi margt matarkyns þar inn.
Þetta lítur kannski ekkert alltof vel út af því þetta var framreitt í sumarbústaðarferð eftir fáein hvítvínsglös. Þetta er sem sagt stór ostur - Ljúflingur, Öðlingur eða hvað þeir nú heita. Og ein krukka af Mango Chutney og inn í ofn þangað til allt er orðið verulega bráðið og girnilegt. Mmm. Namm.


Sko. Á mánudaginn fór ég í skólann í svartri loðpeysu einhverskonar. Í dag tók ég eftir því að skólataskan mín var öll í svörtum hárum. Sem líta út eins og já. Þið vitið hvert ég er að fara. Skaphár. Já. Ég sagði það. Sem merkir að ég er búin að ganga um með töskuna svona útlítandi í fjóra daga án þess að veita því athygli. Smekklegt. Mjög smekklegt.

Jæja. Ég ætla að fara að fá mér meiri jólaköku. Ekki borðar hún sig sjálf.

Eigið gott fimmtudagskvöld.

Heyrumst!

3 comments:

  1. Þetta er aldeilis gómsæt mása nammi namm kv Hákon :)

    ReplyDelete
  2. Skemmtilegt blogg :-) Les alltaf
    En mæli með að mylja cashew hnetur yfir ostinn áður en hann fer inn í ofn! tekur þetta upp á annað level!

    ReplyDelete