Nov 26, 2013

Af andlegu gjaldþroti og öðrum ófögnuði.


Svona lítur andlega gjaldþrota kona út. Ómáluð, ógreidd, óplokkuð, óböðuð, ónaglalökkuð og almennt frekar ókræsileg.


11 tímar að baki á Bókhlöðunni í dag. Þarna er ég að mynda mig inni á klósetti já. Í einni ferð af mörgum sem ég fór til gráta, bugast eða hreinlega reyna að rota mig. 


Það er ekki nóg að þjást illilega af skóla- og álagsljótu í desember heldur steinhættir maður að velta fyrir sér hverju skal klæðast á morgnana. Í dag var ég dálítið eins og bútasaumsteppi hefði ælt á mig - svo mörg voru mynstrin. 


Eftir erfiðan dag fannst mér ég eiga fátt meira skilið en nýjan mandarínukassa. Ég ætla ekki að segja frá því hvað ég er búin með marga. Nei, aldrei. En þessi kassi er ekki númer eitt. Né tvö.

Mér finnst ég líka eiga fyllilega skilið að halda áfram að vera ókræsileg og liggja með mandarínukassann uppi í rúmi.

Þetta hlýtur að sleppa fyrir horn - ég bý nú einu sinni í Breiðholti.

Heyrumst.

4 comments:

  1. þú ert æði :) ég er á fjórða mandarínukassa!

    ReplyDelete
  2. fallega fallega stelpurófa!!...
    mandarínur eru hollar.!
    þar sem ég er klárlega nokkrum árum eldri en þú, og sveita stelpa að austan, er ég alveg að fara að sækja þig, búa um þig í gestaherberginu og sjá til þess að þú komist í gegnum þetta nám án gjaldþrots!
    annars er töff að vera í bútasaum....tískugúrúin segja "allt er leyfilegt"
    Þú stendur þig hrikalega vel.
    Knúsar
    Kristjana

    ReplyDelete
    Replies
    1. Þú ert hreint út sagt yndisleg Kristjana! Takk fyrir falleg orð og takk fyrir að lesa!

      Delete