Nov 24, 2013

Sunnudagspoppið.

Já ég sagði popp. Að sjálfsögðu poppkorn með frumlegu ívafi.


Þetta er sko glæpsamlega gott. Glæpsamlega!


Í þessar framkvæmdir þarf:

Popp, auðvitað. Ég notaði rúmlega hálfan poka.
Tvö Nizzasúkkulaðistykki. (Hreint og með karmellukurli).
Hafrakex.
140 grömm af sykurpúðum.
4 matskeiðar af smjöri.


Ég notaði rúmlega hálfan pakka af þessu kexi. Brotnu og brömluðu.


Takið fáeina sykurpúða til hliðar og slítið þá í litla bita.


Poppið fer á ofnplötu að venju. Kexinu blandað vel saman við.


Bræðið fjórar matskeiðar af smjöri við vægan hita.


Þegar smjörið er bráðnað setjum við sykurpúðana saman við og hrærum þangað til þetta er orðið silkimjúk og falleg sykurleðja. Ekki sleikja skeiðina. Þetta er virkilega heitt og klístrað. Límist við hökuna á manni og brennir tunguna. 


Sullum þessu yfir poppið - þvers og kruss. 


Súkkulaðið fer yfir strax á eftir. Sem og sykurpúðarnir sem við tókum til hliðar áðan.


Hræra vel saman og henda inn ísskáp í svona klukkutíma.


Eftir erfiðan klukkutíma má sko njóta! 

Algjört sælgæti. 

Lofa.

Heyrumst.

3 comments:

  1. Hæ Guðrún Veiga - ég rakst á síðuna þína þegar ég var að leita ráða við gífurlegu hárlosi og sá að þú varst að mæla með nivea kreminu - ég er búin að vera með hárlos í nokkur ár og nú er eiginlega bara ekkert eftir, ég þarf að túpera hárið og alltaf hafa í tagli svo það sjáist ekki í skallann://:/ alveg glatað og fer einmitt hræðilega með sálina - langaði bara að spurja - hvað leið langur tími þar til þú fórst að sjá mun á hárinu eftir að hafa sett nivea kremið í ?? Ég er búin að setja það samviskusamlega í mig síðan á fimmtudagskvöldið og finnst ennþá detta svo mikið úr þegar ég þvæ það. Hvernig er hárið þitt í dag? Notarðu ennþá Nivea kremið ??

    Vonandi geturðu hjálpað mér - og ég vona að það sé í lagi að ég kommenti á þessa færslu - hélt kannski að þú sæjir ekki ef ég póstaði á nivea-færsluna:)

    PS. Bloggið þitt er æði ! ég græt hérna úr hlátri við lesturinn! Ég verð fastagestur héðan í frá, kv. Klara

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hæ Klara.

      Þú átt alla mína samúð í þessu bölvaða hárveseni! Ég hef strögglað með þetta í mörg ár.

      Það liðu svona þrjár vikur sirka þangað til ég sá mun. Fyrst fannst mér hárlosið ekki minnka sem slíkt heldur sá ég bara fullt af nýjum hárum. Síðan fannst mér það minnka smám saman. Ég man ekki hvað ég notaði kremið lengi - en það var talsverður tími. Svo gafst ég upp á þessum eilífa hárþvotti eeeenn hárlosið hefur samt ekki orðið neitt svakalegt síðan ég hætti að nota það. Það koma tímabil en ekki eins mikið og áður en ég notaði kremið.

      Ég set það stundum í mig í dag - þegar ég nenni. Annars tek ég reglulega vítamínkúra fyrir hárið og passa voða vel upp á það. Ég lita það alls ekki oft og nota teygjur sem slíta það ekki og svona.

      Vonandi hjálpar þetta þér eitthvað! Gangi þér vel og takk fyrir að lesa!

      Delete
  2. Takk, takk, takk fyrir að gefa þér tíma í að svara mér og síðast en ekki síst von !!! Þú ert frábær

    Kveðja Klara

    ReplyDelete