Ég hef oftar en einu sinni yfirgefið hágreiðslustofu skælandi. Eitt skiptið má reyndar fyrirgefa mér því þá brann af mér allt hárið.
Einu sinni var ég líka snoðuð án þess eiginlega að samþykkja það - nei, ég veit ekki ennþá hvernig það átti sér stað. Ég var ekki full, nei. Held ég.
Þegar ég var í menntaskóla ætlaði ég að lita mig ljóshærða. Hárið endaði hlandgult með appelsínugulri rót. Sem menntaskólanemi hafði ég auðvitað ekki efni á að láta laga það. Það voru rosalega góðir mánuðir sem ég eyddi með það hár.
Ég klippti mig líka einu sinni sjálf í menntaskóla. Einmitt. Já, ég var einhleyp alla mína menntaskólagöngu, undarlegt nokk.
Ég á eftir að finna mér hárgreiðslustofu í Reykjavík sem mögulega höndlar mig sem viðskiptavin. Þegar ég er fyrir austan fer ég hinsvegar á Exito hár á Reyðarfirði. Þaðan geng ég ávallt út dásamlega sátt bæði við Guð og menn.
Við tókum rauða litinn svo sannarlega alla leið í dag. Liturinn er þó örlítið ýktur vegna birtuskilyrða við myndatökuna - en rautt er það. Ég er hrifin af rauðu hári. Mjög hrifin.
Æ, svo eru líka jól.
Takk fyrir mig elsku Helena!
Heyrumst.
Flott á þér hárið ;)
ReplyDeleteGleðilega Jólahátíð :o)