Jan 1, 2014

Áramót.


Pabbi á grillinu í mígandi rigningu.






Það er aldrei dauður tími í eldhúsi foreldra minna. Þriggja rétta máltíð fyrir níu manns. Ekkert mál. Það tæki mig líklega fjóra daga að útbúa slíka máltíð bara fyrir mig eina.


Ég er ekki viss um að þetta ágæta krydd hafi prýtt mörg veisluborðin í gærkvöldi. Ég hef sagt það hérna áður og segi það aftur, bakaðar kartölfur með smjöri og Season All - það er fátt betra.





Ljómandi góð áramót í faðmi fjölskyldunnar.

Í fyrsta sinn síðan afkvæmið var ungabarn eyddi ég nýársnótt ekki dansandi einhversstaðar með rauðvínsglasið í annarri. Aldeilis sem það var svo hressandi að hefja ekki nýtt ár á timburmönnum.

Áramótaheitin eru engin. Nema kannski að drekka meira vatn. Háleitt markmið það. Jú og sennilega reyna að losa mig við kílóin fjögur sem ég skarta eftir nýafstaðin desembermánuð.

Andlega lægðin er ennþá til staðar. Breiðholtið kallar og senn líður að kveðjustund sem ég hef kviðið síðan ég steig fæti á Austurlandið um miðjan desember. 

Ég er alveg að fara að hressast. Ég er handviss um að útsölunar sem bíða mín í Reykjavík verði sannkölluð vítamín- og gleðisprauta. Alveg handviss.

Heyrumst.

6 comments:

  1. við ætluðum nu aldeilis ad skella okkur a útsölurnar!! ;)

    ReplyDelete
  2. Gleðilegt ár Guðrún Veiga, takk fyrir að hafa stytt manni stundirnar á liðnu ári. Þú ert sannkallaður gleðigjafi og hefur einmitt togað mig og eflaust marga aðra lesendur þína upp leiðindalægðum sem herja á mann af og til. Næsta ár verður alle tiders, til fjandans með depurð og harm - svona dásamlega fallegar, skemmtilegar og klárar konur eins og þú eiga að fara í gegnum lífið eins og rokkstjörnurnar sem þær eru. Njóttu, og haltu áfram að leyfa okkur að njóta með :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir dásamlega falleg orð og gleðilegt ár sömuleiðis! **

      Delete
  3. 1. Verð að vita hvaða lekkera kjöt faðir þinn er að grilla? Lúkkar mjög vel, giska á lamb? (Já íslendingur búandi erlendis sem hefur ekki smakkað slíkt í maaarga mánuði er að slefa á lyklaborðið.)
    2. MJÖG ánægð að sjá þig aftur með fínt naglalakk, hendur eru svo allsberar og ekki eins fagrar án þess.
    3. Skil núna hvaðan krakkinn hefur tacky tendensa sína, þótt hann taki það út á jólaskrauti - Season All á hátíðarborði?! (ásamt grun um að þú ofnotir hlébarðamynstur líkt og það væri the new black (not gonna happen)

    Eins og með allt annað, þá verður maður leiður á því sama - andlega lægðin fer þegar hún er búin að fá að dvelja smá, en það fær leið á henni og þá hypjar hún sig.. Lofa!

    xoxo
    Heiðdís

    ReplyDelete
    Replies
    1. 1. Faðir er að grilla lambafille.
      2. Ó, ég er heldur betur glöð að vera loksins með naglalakk. Ég datt úr einhverju naglalakksstuði í haust. Aldrei aftur.
      3. Eh. Já. Það er tacky að vera með Season All á hátíðarborði. Ég viðurkenni það. Mágur minn hefur einmitt oft haft á orði hversu hyskisleg Season All fíkn fjölskyldunnar er.
      Já og ekki dissa hlébarðamynstur Heiðdís! Þú stofnar rafrænni pennavináttu okkar í hættu.

      Ég er að sjá fyrir endann á lægðinni. Guði sé lof.

      Delete