Dec 29, 2013

2013.




Ég átti góða daga á Akureyri í upphafi árs.





Ég átti fullt af dásamlegum dögum á Seyðisfirði. Mínum uppáhalds stað.

 
Eftir bandbrjálaðan aprílmánuð og alþingiskosningar fannst mér ég eiga fyllilega skilið að eyða eins og einni helgi í Kaupamannahöfn. Ferðina pantaði ég undir því yfirskini að hún væri þrítugsafmælisgjöf handa sambýlismanninum. Eða þetta var afmælisgjöf - þið vitið. Þó eitthvað sem framkvæmt var með mínar langanir í huga og gefið meira af sjálfselsku en góðmennsku. Já þið skuluð forðast í lengstu lög að stofna til sambúðar með mér.





Ég mixaði ófáa drykkina.


Já og drakk þá líka.




Tenerife naut nærveru minnar sjöunda árið í röð. Þetta var síðasta skiptið. Lofa.




Nóg var af veislum og gleði. Innpökkunarblætið fékk heldur betur að njóta sín.






Ekki vantaði speglamyndirnar. Nú eða kjólana.







Ó, ég bjó til og borðaði misfurðulega hluti á þessu ágæta ári.




Með haustinu tók lífið ákveðna U-beygju. Ég fluttist frá Reyðarfirði í Breiðholtið og tókst á við lífið á nýjum forsendum.


Meistararitgerðarskrif gengu upp og ofan. Allt skreið þetta þó heim og saman núna í desember eftir mikla bugun og ófáar svefnlausar nætur. 


Ég fór í ákaflega eftirminnilega fjöruferð með þessum. Meira um það hér.


Ekki var ég ónaglalökkuð á árinu. Nei það fór eitthvað minna fyrir því.


Kaup ársins voru svo sannarlega stellið mitt fagra úr Gullabúinu á Seyðisfirði.


Frekar undarlegt ár að baki. En að mörgu leyti svo ágætt. Ég kveð árið með einhverskonar trega sem ég get ekki beint lýst. Mér finnst eins og ég eigi eitthvað eftir óklárað - eiginlega líkt og ég sé að skilja við hálfklárað verk. Eða eitthvað. Ég veit það ekki. 

Furðuleg tilfinning.

Engu að síður, 2014 heilsar eftir rúma tvo daga hvort sem mér líkar betur eða verr. Ég gæti jú logið og sagst hafa dásamlega tilfinningu fyrir nýju ári og fullviss um að allt verði fallegt og gott. 

Nei. Sú tilfinning er ekki beint að kæfa mig. Ég er fremur tilfinningalaus hvað yfirvofandi áramót varðar. Aldrei slíku vant ber ég nákvæmlega engar væntingar til komandi árs. Ég ætla bara að fara inn í það án væntinga. Engar væntingar. Engin vonbrigði.

Já, það er góður möguleiki að ég sé í örlítilli andlegri lægð í augnablikinu. En það er mér eðlislægt svona korter í áramót. 

Ég verð orðin eldhress áður en klukkan slær tólf á gamlárskvöld. Lofa.

Takk fyrir árið. Án ykkar væri þetta ekki blogg til.

Heyrumst fljótlega.

8 comments:

  1. Takk fyrir gott blog.. kveðja Hilli Einars

    ReplyDelete
  2. Kannast við andlegu lægðina dagana fyrir áramót.
    Stundum má hafa engar væntingar og þá engin vonbrigði - svo vaknar maður einn daginn með aðra tilfinningu og gleði í hjarta, alveg óvænt og þá er það svo velkomið. Engar hæðir án lægða :)

    2013 er ég þakklát fyrir að hafa kynnst blogginu þínu og orðunum þínum, takk fyrir skemmtilegheit og einlægni.

    Knús frá DK
    Heiðdís

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ég elska elska elska kommentin þín Heiðdís. Þau svo sannarlega hressa, bæta og kæta!

      Það er laukrétt - engar hæðir án lægða. Takk fyrir að minna mig á það.

      Ég og litla tacky afkvæmið sendum knús til DK á móti!

      Delete
  3. Takk fyrir skemmtilegt blogg og gleðilegt ár :)
    -Helga

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk kærlega fyrir að lesa Helga og gleðilegt ár til þín sömuleiðis! :)

      Delete
  4. Gleðilegt nýtt ár Guðrún Veiga og vonandi hitti ég þig eitthvað á nýju ári. knús í hús

    ReplyDelete
  5. Gleðilegt ár! Takk fyrir bloggin og að vera svona hrein og bein :*

    ReplyDelete