Einkum og sér í lagi þegar maður er lasin. Já og borðaði nachos með ostasósu í morgunmat. Og er ennþá á náttfötunum þegar klukkan er að ganga fjögur. Og fór síðast í sturtu á mánudag. Úff. Ef það er einhverntíma við hæfi að lesa fögur orð.
Allavega, ég vaknaði í morgun við skilaboð sem innihéldu þetta skjáskot:
Ó, ég veit vel að ég er að bera líf mitt á borð fyrir ókunnuga. Ég hugsa samt aldrei út í að fólk mögulega tali um mig. Hvað þá svona dásamlega. Ef ég væri ekki í svona ferlega góðu andlegu jafnvægi þá hefði ég farið að skæla.
Allt í lagi. Þvættingur. Ég er yfirleitt aldrei í jafnvægi. Það kom tár.
Höfum svo á hreinu að það er í fínu lagi að koma upp að mér í Ikea. Ég er jú alltaf þar. Jafnvel biðja mig um knús. Fjarlægðu bara fyrst helvítis kertin úr fanginu á mér og segðu mér að hypja mig í gardínudeildina. Ég veit ekki hversu margir misheppnaðir gardínuleiðangrar eru að baki. Kertin hinsvegar. Bölvuð. Ég gæti séð öllu Breiðholtinu fyrir ljóstýru langt fram á næsta ár.
Ég fæ hlýtt í hjartað þegar ég les svona.
Takk!
Heyrumst.
Þetta er allt dagsatt....besta blogg í heimi! :)
ReplyDeleteOh. Mig langar að faðma þig. Og eiga kjólana þína!
DeleteSmelli þá einu á þig næst þegar ég sé þig :-) Takk fyrir yndislegt blogg - þú ert alltaf smá gleðisprauta inn í daginn
ReplyDeleteÉg er strax orðin spennt! Vona að við hittumst sem fyrst.
ReplyDeleteTakk fyrir fallegu orðin þín! **
Höldum gleðinni gangandi - ég sá þig á Háskólatorgi um daginn og var yfirþyrmandi starströkk. Aðdáunarvert hvað þú varst glæsileg og frískleg miðað við eyrnasýkingarvesenið kvöldinu áður, ekki á þér að sjá þar sem þú brokkaðir léttfætt niður hringstigann. Ég var svo ringluð og tvístígandi yfir því hvort ég ætti að biðja um eiginhandaáritun eða knúsa þig að ég fraus í sporunum. Svona getur maður átt eitursvöl móment af og til, en næst tek ég áskoruninni og dembi á þig einu ókunnugra-knúsi, hvort sem það verður í IKEA eða á HT.
ReplyDeleteGuð minn almáttugur. Ég fæ fiðring niður í tær við að lesa þetta!
DeleteÞakka þér fyrir að dásama ekki svo frísklegt útlit mitt. Ómáluð, skítugt hár og í peysu af ömmu minni.
Hlakka svo sannarlega til að hitta þig næst kæra nafna.
Ég er sammála hverju orði. Það eru sennilega svona 3-4 mánuðir síðan ég uppgötvaði bloggið þitt og ég las það allt. Frá byrjun. Því ég gat bara ekki hætt! En ég er í fæðingarorlofi svo mér er fyrirgefið, en guð minn almáttugur hvað ég hef oft hlegið upphátt. Kann að meta þetta.
ReplyDeleteLíf mitt væri sennilega mun sorglegra ef ég hefði ekki þetta blogg til þess að stytta mér stundir í annars mjög tilbreytingalitlu fæðingarorlofi!
Frá byrjun. Jeminn já. Það var nú ekki beisið þarna til að byrja með. Hefur vonandi skánað. Eins og gott vín.
DeleteÉg kannast við tilbreytingarlaus fæðingarorlof. Mitt snerist um súkkulaðirúsínir og sófalegu.
Takk fyrir að lesa og fyrir þessi dásamlegu orð! **
Þú ert frábær elskan ;)
DeleteÞú ert frábær! :)
ReplyDeleteOg næst þegar ég sé þig ætla ég sko að knúsa þig í tætlur líka eins og hún Íris!
Vona þetta hljómi ekki krípí.
Haltu áfram að gera nákvæmlega það sem þú ert að gera
Bestu kveðjur ;)
Vúhú - takk þú fyrir þennan dásamlega status þinn sem gladdi mitt kalda og lasna hjarta!
DeleteHlakka sko ótrúlega til að komast aftur út á almannafæri og bíða þess að fólk stökkvi á mig og knúsi mig! **
PS: Gaman að rata á bloggið þitt!
ReplyDeleteOg ég eimmitt tengi við svooo margt sem þú skrifar en ég hefði ekki í mér að deila með fólki...
Eins og það að Gordon Ramsey er mjög heitur þegar hann er reiður, vúh.
Ó, Gooordon. Hann má vera reiður við mig alla daga. Refsa mér? Nei ókei. Þetta var djók. Of langt gengið.
DeleteBless.
bwaaahahahaha.... þú ert SVO fyndin!!! Mikið sem ég hlæ þegar ég les bloggið þitt, og les svo uppúr því fyrir elskhugann minn, því ég er nörd, og honum finnst þú líka fyndin :)
Deleteog ekki eru kommentin frá þér síðri!! hahahaha....
Mig langar í elskhuga.
Deleteef þú ferð í elskhugaleit, þá mæli ég með dökkhærðum með smá skegg, þeir eru ansi ágætir.. :)
DeleteÉg er hjartanlega sammála þessum sem skrifa hér að ofan - þú gerir internetið snilld! Þú ert svo hrein og bein að það dásamlegt! Er að skrifa MA ritgerð og því heima alla daga með skítugt hár og þú gleður mig afskaplega mikið með þessum skemmtilegheitum! Takk fyrir það! --Lísa
ReplyDeleteTakk fyrir það elsku Lísa.
DeleteÉg er einmitt líka með skítugt hár. Að skrifa mastersritgerð. Áfram við!
Já, ég stend á bakvið hvert orð sem ég segi, ég bíð með að fara í smá tíma inná bloggið til að safna upp og geta lesið fullt af snilld! Ég segi það nákvæmlega sama og Íris, ég sá þig í Smáralindinni um daginn og var næstum búin að segja hæ! en nei þú þekkir mig ekkert, haha!
ReplyDeleteÉg vil sjá meira og vita meira, ég verð svo glöð í hjartanu þegar ég er búin að lesa. áfram þú, láttu þér batna!
Þú hefðir bara átt að vippa þér að mér og segja hæ - já og segja mér líka að drulla mér heim og hætta að hanga í Smáralind.
DeleteÞú gerir mig glaða í hjartanu með þessum orðum. Takk fyrir að lesa!**
Takk Guðrún...
ReplyDelete