Jan 28, 2014

Lasin Guðrún Veiga.


Lasna Guðrún Veiga er karakter sem ég kann alveg hreint ágætlega við. Hún er frábrugðin hinni hefðbundnu Guðrúnu Veigu á þann hátt að henni er skítsama. Skítsama um allt. 



Lasna Guðrún Veiga flytur búferlum í sófasettið, horfir á yfirborðskenndar bíómyndir og heilu þáttaraðirnar án þess svo mikið sem leiða hugann að því að henni bíði mögulega einhver önnur verkefni. Hlutur sem hin Guðrún Veiga leyfir sér nánast aldrei.


Hefðbundin Guðrún Veiga borðar ákaflega sjaldan sælgæti á virkum dögum þó svo bloggið gefi stundum annað til kynna. Ein og ein bingókúla hér og þar telst heldur ekki sem sælgætisát í hennar bókum. Nei. Þær eru bara fóður fyrir sálina.

Lasna Guðrún Veiga borðar hinsvegar nánast ekkert nema nammi og stendur gjörsamlega á sama um hvaða dagur er. Hún lætur sig engu skipta þó lærin á henni mættu vera minni og rassinn sé mögulega í yfirstærð. Henni er sama. Skítsama.


Ó, henni er svo nákvæmlega sama þó neglurnar líti svona út í augnablikinu.


Hefðbundin Guðrún Veiga borðar yfirleitt ekki brauð. Engar sérstakar ástæður eru fyrir því svo sem - hún bara kaupir það aldrei. Lasna Guðrún Veiga vil aftur á móti brauð í hvert mál (með sælgætinu sko) og leyfir sér það svo sannarlega. Áleggið er kannski ekki það girnilegasta. 



Byrjum á hnetusmjörinu. Góðum slatta.


Skinka þar yfir.


Meira hnetusmjör. Ó, já.



Dýrðin er síðan toppuð með fáeinum bananasneiðum. 

Þetta myndi hefðbundin Guðrún Veiga ekki leggja sér til munns. En sú lasna - ó, boj. Hún er búin með fjórar svona sneiðar í dag. Mmm.

Heyrumst.

5 comments:

  1. Óskiljanleg þessi ógirnilega brauðsneið - en skil hitt að vera lasin og í sömu náttbuxum/joggingbuxunum á þriðja degi búin að subba smá og vera sama, hárið á sitt eigið líf og sófinn bara yfirgefinn til þess að fara upp í rúm... Þannig er ég amk lasin!

    Bataknús yfir hafið (og plís segðu mér að Scandal sé á áhorfslista í veikindum? Ég sver það, það hefur sinn lækningarmátt!)

    Heiðdís xx

    ReplyDelete
  2. Já, óskiljanleg er þessi brauðsneið mín kæra. En láttu þér barna!! xx

    ReplyDelete
  3. að láta þér barna…. ég veit ekki hvað uppáhalds bloggarinn minn meinar með því… :) hohoho…
    EN
    ég er nokkuð viss um að banani,skinka,brauð og hnetusmjör breytist einfaldlega í veirusýkingu þegar þetta kombó kemur saman oní maga…. þetta er alveg rosalega hræðilegt kombó, banani og hnetusmjör já… skinka og brauð já… en saman.. fjúfff….

    Er sjálf nýskriðin uppúr nokkra daga flenskuskít..færð alla mína samúð.
    OG Scandal!!! shiiii það lagar allt!

    ReplyDelete
  4. Skinka og hnetusmjör....nei....neineinei þetta er náttúrulega ekki hægt

    Ragga Diljá

    ReplyDelete
  5. Sæl, rakst af slysni á bloggið þitt og var lost.. Er á heilsubæli í útlandinu, Sambýlingar á aldrinum 20-100 ára, meðalaldur líklega um 80 ár. Skemmst frá því að segja að mín svaf ekkert þessa nótt. Er ákaflega dömuleg, en þegar kemur að hlátri hverfa dömulegheitin. Hef líklega haldið vöku fyrir mörgum gamlingjanum. Hér skeður ekkert, nema sjúkrabíllinn kemur daglega og líkbíllinn reglulega. Gott mál, þá hafa gamlingjarnir eitthvað að tala um. En ég fer á morgun, frjáls að éte et. Hér er nefnilega grænmeti í hávegum haft. Ekki minn tebolli.. En mín meining: Þú ert heimins besti komiker, norðan, sunnan, vestan og austan Alpafjalla. Kær kveðja frá einni háa
    ldraðri kellingu í útlandinu. Gæti verið amma þín.. K stendur á sér, svo allir fá æra veðju. Hef lagað það hér. Keep on going girl.

    ReplyDelete