Í gær var mér boðið í hádegisverð á Borðstofunni. Hvílíkur draumur. Draumastaður með dásamlegu andrúmslofi og þjónum sem manni langar helst að faðma. Sítrónubakan hérna á neðstu myndinni - það eru engin orð. Ef mér stæði til boða að velja á milli þess að sænga hjá henni eða Gordon Ramsay þá yrði bakan fyrir valinu. Ég fæ kitl í kjálkana við það eitt að hugsa um hana.
Ég er hræðileg þegar kemur að kroti. Í fyrsta lagi er ég ávallt með stílabók fyrir framan mig af því að ég handskrifa allt áður en ég set það upp í tölvu. Já. Ég á þrjár stílabækur sem innihalda handskrifaða meistararitgerð. Þetta er ákveðin manía - ég er meðvituð. Hún er ekki til umræðu hér, heldur krotið. Ég var að fletta stílabókunum um daginn og fann allskonar furðulegheit sem ég virðist krota hugsunarlaust. Nafnið mitt, blótsyrði, undarleg skilaboð sem væntanlega eru frá mér til mín. Mjög sérstakt.
Typpið hérna á neðstu myndinni var að vísu einhver Snapchat-brandari. Ég er ekki að krota typpi í bækurnar mínar hugsunarlaust. Nei. Alls ekki.
Við þetta ágæta borð fara ekki lengur einungis fram ritgerðarskrif. Ég tók þá ákvörðun um jólin að skrifa bók. Þegar ég fæ flugur, ó þegar ég fæ flugur. Við skulum bara segja að ritgerðin er sennilega ekki að fá nægilega athygli þessa dagana. Eins gott að þið kaupið bókina - annars lendi ég í einhverskonar námslánaskuldafangelsi. Ef það er til.
Ég er búin að endast í ræktinni í tuttugu daga. Tuttugu! Ég á meira að segja orðið alvöru ræktardót. Skó og svona handleggjahulstur eitthvað. Eða hvað þið viljið kalla það. Ég hef sko hingað til verið konan sem er í skóm sem hún átti í 10.bekk, með ferðageislaspilara og í of litlum bol.
Ekki lengur. Núna er ég eins og klippt út úr blaði frá Útilíf. Mögulega dálítið of litskrúðug en því verður líklega ekki breytt. Mamma segir að ég hafi alltaf verið skrautleg. Aðeins of. Ekki fer ég að breyta því að detta í þrítugt.
Jæja. Nú geng ég fram af einhverjum. Allt í lagi.
Ég átti tvær beikonsneiðar á stjákli inni í ísskáp. Ég ákvað að prófa að súkkulaðihjúpa þær.
Ég veit þið viljið ekki heyra það en þetta var gott. Í alvöru.
Ég set punktinn hér.
Heyrumst.
Gott að vita að einhver er með þetta handskriftarblæti eins og ég...hélt ég væri ein í þessu! Það er alltaf verið að hlæja að mér í vinnunni þar sem ég mæti alltaf með handskrifaða post-its á alla fundi í staðin fyrir að koma með tölvuna.
ReplyDeletetakk fyrir þetta Guðrún
ReplyDeletealltaf jafn gaman að lesa hjá þér! ánægð með hvað þú ert búin að vera dugleg í ræktinni :)
ReplyDeleteBÓK??? ég er spennt að heyra meira… :)
ReplyDeleteer ég ímyndunarveik eða eru beikonsneiðarnar einsog tvær litlar eðlur?
ReplyDelete