Jan 22, 2014

Myndarlegir á miðvikudegi.

Flest viljið þið halda því fram að ég sé smekklaus með eindæmum. Viðbrögðin við þessari færslu voru að minnsta kosti á þá leið. Mér er alveg sama.

Ég held ótrauð áfram.


Ó, Ramsay. Sjáið þið hrukkurnar á enninu á honum. Mig langar að stinga tungunni í þær. Já. Ég sagði það. Hárið, namm - svo út um allt og áreynslulaust! Hann er líka bara svo reiður. Mmm.


Halló Hemsworth. Halló hár. Röddin í honum - Guð minn almáttugur. Líka með þessar fínu línur á enninu. Ég gæti alveg hugsað mér að leggja mitt enni upp að hans. Svona í hallæri. Ég horfði á einhverja mynd með honum um daginn. Eina sem ég man er að hann var á kappakstursbíl. Ég gæti ekki rakið söguþráðinn þó ég stæði fyrir framan aftökusveit.



Robert Redford. Ekki ofanda - ég er að tala um yngri útgáfuna. Eða svona í yngri kantinum. Ekki áttræðu útgáfuna sem hann er núna. Æh, hann er svo vel hærður og fallega krumpaður eitthvað. Ræð ekki við mig. 


Kevin Spacey. Er ég gengin of langt? Það er einhver sjarmi þarna. Eitthvað sem vel má vinna með. Það sést líka svo fínt ofan í hálsmálið hjá honum á þessari mynd. Lofar góðu.


Colin Firth. Hreimurinn, hreimurinn, ó ó ó hreimurinn. Þessi breski guðdómlega þokkafulli hreimur. Ég dey. Steindey.

Allt í lagi.

Ég er hætt. 

Þetta er of mikið svona fyrir hádegi.

Heyrumst.

8 comments:

  1. Damn gurl. Sko Kevin Spacey er the shit. American Beuty = hot, 21 = Hot, House of Cards = evil og mega hot.
    Sammála flestu þarna - miiiklu betra en Bubbi&co listinn...
    Hemsworth samt? 4 reals?

    xox Heiðdís

    ReplyDelete
    Replies
    1. Oh! Erum við sammála með Spacey? Almáttugur hvað ég er glöð.

      Hemsworth? Hæ. Já. Röddin. Hárið. Ahhh.

      Delete
    2. Flott röddin hans, gef þér það. Og litli bróðir í Hunger Games er allt í lagi.
      Ég fæ hins vegar mega kjánahroll þegar ég sé THOR myndaplaköt/auglýsingar, skikkjan, hárgreiðslan (kollan?) og þessi hamar - alveg turn off.
      Spacey er hot, Old (young) Redford líka ;) President Fitz í Scandal er svo að toppa þetta þessa dagana :)

      Áttu góða hugmynd að skrýtnu nasli (eins og poppin) sem ekki inniheldur hnetur, hvítt súkkulaði né beikon?

      xx H

      Delete
    3. Ekki hnetur, hvítt súkkulaði né beikon? Ég fer í málið!

      Delete
  2. Þarna vantar Simma í Kastljósinu... þá er listinn klár ;-)
    Kv. Helga

    ReplyDelete
  3. "Ó, Ramsay. Sjáið þið hrukkurnar á enninu á honum. Mig langar að stinga tungunni í þær."
    hahaha ég dey!

    ReplyDelete