Jan 26, 2014

Kvöldverður á sunnudegi.


Óóó, hvað var hún nú að bauka?


Já einmitt. Ég henti Bingókúlum í pott ásamt dreitil af rjóma.



Þið vitið hvert ég er að fara með þetta.



Ah, já. Ég hef alltaf verið þekkt fyrir að taka hlutina skrefinu lengra. Ég gat ekki látið Bingókúlusósuna duga.
Ó, nei.


Almáttugur. Þetta var svo gott. Næstum pervertískt. Ég roðnaði á meðan ég sat að snæðingi. En ég var svo sem ekki bara að hugsa um það sem ég var að snæða.


Þið bara verðið að prófa. Ég get horft framhjá því þó þið sleppið hnetusmjörinu. Það er ekki allra. Ég skil það.

En íssósa úr Bingókúlum - það ljúffengasta sem ég hef látið inn fyrir mínar varir lengi. 

Heyrumst.

8 comments:

  1. Hvað er þetta glæra í skeiðinni - :) ??

    ReplyDelete
    Replies
    1. This comment has been removed by the author.

      Delete
    2. Hvað er í skeiðinni á mynd nr. 5 :)

      Delete
    3. Þetta eru bara bræddar bingókúlur og rjómi :)

      Delete
    4. Já ég sá það þegar ég fór að horfa betur; hahahaha ég sá ekki almennilega sósuna í skeiðinni ;) En þetta verð ég að prófa ;) I'm on it um mánaðarmótin.

      Delete
  2. Damn gurl, þetta lúkkar VEL.
    Núna þarf ég bara að redda mér bingókúlum og prófa þetta :)

    xx H

    ReplyDelete
  3. okei, þetta samþykki ég.
    allt gott og passar saman (svona semí, þetta hnetusmjör hefði alveg mátt lúra áfram í krukkunni, en okei).
    poppprógrömmin þín aftur á móti eru bara eitthvað ekki í lagi. bara alls ekki!

    ReplyDelete