Þessi blaðaúrklippa datt út úr bók hjá mér í dag.
Já. Einu sinni var ég á forsíðu DV. Með tvo þorska í fanginu. Ég er þessi í miðjunni. Ég gleymi aldrei deginum sem þessi mynd var utan á blaðinu. Það sem ringdi upp í nefið á mér þegar ég mætti í skólann daginn eftir.
Já, krakkar. Þetta er hún. Stelpan sem var á forsíðu DV.
Svo rigsaði ég eftir göngum skólans eins og ég ætti heiminn.
Þessi úrklippa veitir mér ómælda gleði. Það sama verður ekki sagt um Henson-smellubuxurnar sem ég klæðist á myndinni.
Heyrumst.
Ég held að þessi mynd veiti mér líka gleði. Þið eruð dúllur :)
ReplyDeleteKv Magga
Æ já. Við vorum óttalega krúttlegar. Svona á sínum tíma.
DeleteTalandi um frægð - ert þetta þú sem ert á hjólinu í appelsínugulu úlpunni í þessu myndbandi?
ReplyDeletehttps://www.facebook.com/photo.php?v=721174044579926
Ég þráði að vera á forsíðu DV OG ég þráði smellubuxur.
ReplyDeleteÉg fékk hvorugan draum uppfylltan.
Þú ert alltaf tveim skrefum á undan mér.
Það er rétt. Ég skal fara að hægja á mér. Lofa.
DeleteSVANHVÍT! Hvar í skollanum grófstu þennan hrylling upp?
ReplyDelete