Ég nota skó númer 40. Einu sinni sá ég samt alveg agalega sæta hælaskó í Zöru. Þeir voru bara til í 39. Mér var alveg sama. 39 er næstum 40 - já, ég sannfærði mig um það með góðum árangri. Skórnir voru keyptir. Ég þarf að kreppa tærnar til þess að komast í þá og get gengið upprétt í tæpar 10 mínútur á þeim áður en ég fer að íhuga að aflima mig.
Ég lagði á mig heilt kvöld í þeim um daginn. Svona líta táneglurnar á báðum stóru tánum á mér út í dag. Ef það er þrýst á nöglina fæ ég sting upp í hné. Ég get eiginlega ekki gengið í öðru en mjúkum íþróttaskóm í augnablikinu. Það er ekkert rosalega lekker.
Ég keypti þessi sætu pappaílát í Tiger um daginn. Koma tólf saman í pakka og kostuðu 600 krónur. Æh, ég er svo ginnkeypt fyrir svona óþarfa hverskonar. En poppið er betra úr þessu, það get ég svo guðsvarið.
Annars er ekkert sætt við það þegar ég borða popp. Ég er eins og grjótmulningsvél - slíkur er hávaðinn. Hækkið bara í tölvunni og leggið við hlustir.
Smjattið er ekkert ýkt á þessu myndbandi, það var frekar að ég héldi aftur af mér. Ég kaupi aldrei popp í bíó eða voga mér að fá mér lúku ef það er í boði einhversstaðar þar sem heyrandi fólk er. Popp borða ég bara í einrúmi. Hraðinn sem ég ét popp á er líka yfirleitt slíkur að fólki blöskrar. Í einrúmi já. Það er best.
Ég er víst að fara upp á Langjökul um helgina. Ég var eitthvað að fara að huga að undirbúningi fyrir þessa ferð í dag. Byrjaði hægt og rólega að týna útifötin mín út úr skápnum. Ég hætti áður en ég var hálfnuð.
Ég hef ekkert að gera upp á einhvern jökul. Nema ég ætli þangað í pels eða pallíettujakka. Hælaskóm eða sandölum. Nei. Ég á bara nákvæmlega ekkert sem hentar til útivistar. Tjah, nema sú útivist eigi að fara fram í miðbæ Reykavíkur á laugardagsnóttu.
Ég var að spjalla við vinkonu mína á Facebook um daginn. Í óspurðum fréttum segir hún mér að hún sé að borða epli með hnetusmjöri. Ég svaraði um hæl: ,,Hey, ég er líka að borða epli. Ekki með hnetusmjöri. Með Sweet Chilli tómatsósu."
Þetta er tvenna sem ég fæ mér iðulega. Ég hef ekki einu sinni minnst á þetta hérna áður af því þetta er mér svo tamt. Að skera niður epli og sulla sweet chilli á disk. Ekkert til að tala um. Vinkona mín var hinsvegar á allt öðru máli. Sem og aðrir sem ég hef rætt þetta mál við undanfarna daga.
Ég mæli samt með því að þið prófið sko. Þetta er glettilega gómsætt.
Heyrumst.
Ohh það sem þér dettur ekki í hug hvað mat varðar !!!! Epli og Chilli sósa ! ;$ Já þetta verð ég að prófa - heyrðu í samb. við Langjökulferðina - þykka peysu; góðar buxur. þykka hlýja sokka ! HELST ULLARPEYSU ef þú átt svoleiðis. Stígvél eða góða kuldaskó/gönguskó........ já og húfu og vettlinga ! Skildu allt sem viðkemur háhæluðu,glimmer og jakka eftir heima ;) Já þú ert ekki ein um að bruðla poppið eins og mulningsvél ! Ég fæli nánast alla frá mér þegar ég fæ mér popp ! Belive me ! Ég fæ mér stundum popp með mynd og bíð vinkonu minni í heimsókn og hún starir á mig eins og ég sé eitthvað frík............. hahahaha ;)
ReplyDeleteEf þú átt þykka góða úlpu ertu góð :)
ReplyDeleteFyrsta myndin = BJÚTÍ IS PAIN !
ReplyDeleteHahaah ég er oftast í kasti þegar ég les bloggin þín (hláturskasti) ;)
ReplyDelete