Feb 6, 2014

Pokadagur.

Á síðasta laugardag var svokallaður pokadagur í Rauða krossinum á Eskifirði. Ég fór. Ég fékk mér poka. Ó, ég svo sannarlega fyllti þann poka. Borgaði 1500 krónur fyrir hann og rigsaði syngjandi út úr búðinni. 




Ég ætla að gifta mig í þessum kjól. Alveg í fúlustu alvöru. Ég sé fyrir mér risastórt hálsmen. Fallegt naglalakk. Einfaldan blómvönd. Skeggjaðan mann. 

Þessi draumsýn endar reyndar á mér - ölvaðri í minni eigin brúðkaupsveislu. Fallegi kjóllinn sennilega orðinn útataður í rauðvíni. Búin að daðra við tengdapabba minn og fara á trúnó við ömmu. Skeggjaði maðurinn stunginn af. Allt í volli.




Ljómandi fínar blússur. 



Þessi kjóll er kannski svona einu til tveimur númerum of stór. Kannski.

Ég bara stenst ekki hlébarðamynstur í neinu formi. 


Það má nú vinna eitthvað með þessa skyrtu. Flikka aðeins upp á hana. Annars leiðist mér svart. Það heyrir til tíðinda að sjá mig í svörtu. Jarðarfarir og þegar mér finnst ég feit. Þá er ég svört.


Þessi skyrta hefur fullt af möguleikum.



Ótrúlega fínn flauelskjóll. Það má sko aldeilis lífga upp á hann. 

Allt þetta, plús tvær þykkar og stórar peysur - sem ég gleymdi fyrir austan og eru því ómyndaðar. 1500 krónur. 1500! Það er ekki hægt annað en að vera afar ánægð með þessa fjárfestingu.



Annars er allt með eðlilegum hætti í Breiðholtinu. Klukkan er að ganga þrjú að nóttu og ég var að enda við að laga kaffi. Sem og ég er að gæða mér á hinum ýmsu tegundum af súkkulaði sem ég stal í mjög ótæpilegu magni á Framadögum háskólanna í dag. 

Ég þoli ekki svona básakynningar einhverjar. Sem bjóða upp á allskyns góðgæti. Ég verð bara eins og óþolandi krakkagerpi á öskudegi. Ég tek heldur aldrei bara eitt súkkulaði úr hverri skál sem ég kemst í. Nei. Ég tek svona fimm. Fulla hendi ef enginn er að horfa. Síðan treð ég bara í töskuna mína. Kem svo heim sigri hrósandi yfir gróðanum. Eins og ég sé fimm ára. Ekki að verða 29. 

Ég kom einmitt heim í dag og áttaði mig á að ég hafi ekki veitt neinu athygli sem fór fram á þessum Framadögum. Þetta er haldið til þess að fólk geti kannað atvinnumöguleika sína hjá hinum ýmsu fyrirtækjum á Íslandi. Gerði ég það? Nei. En ég fékk ís. Svo voru kókosbollur. Fann líka bollakökur. Kaffi. Samlokur. Ó og allt bévítans súkkulaðið. 

Jæja. Ég ætla að halda áfram að læra jú og borða eggin sem ég var að spæla.
Já. Það er allt með eðlilegum hætti í Breiðholtinu.

Heyrumst.

3 comments:

  1. hélt ég myndi seint segja svona, en er að fíla hlébarðagripinn mest! loves it.
    litli brúðarkjóllinn er líka sætur (býð mig fram að gera einfalda vöndinn, kann það/hef gert nokkra)
    Og ansans að fá að gera svona góð kaup, ég þarf greinilega að fara út á land næst þegar ég kem til íslands... -Enda kominn tími til, hef ekki farið á vestfirði, Akureyri né Seyðis- og Eskifjörð. Skandall!

    xx frá DK
    H

    ReplyDelete
    Replies
    1. Almáttugur Guð minn! Hefur þú ekki komið á Seyðisfjörð? Akureyri? Eskifjörð?

      Nei. Ég segi stopp. Þegar við verðum orðnir ógeðslega nánir pennavinir þá förum við hringinn. Það er á hreinu.

      Vöndinn þarf ég sennilega ekkert á næstunni. Sýnist ekki. Bara alls ekki.

      Delete
    2. ég tek þessu tilboði, förum hringinn (á það víst eftir!) enda er ég ekkert mikið að auglýsa hvað ég hef séð lítið af okkar fallega landi á mínum 29 vetrum.
      og er því miður ekki svo kúl að ég hafi verið að jetsetta allan heiminn í staðinn, neibb.

      Vöndinn gætir þú þurft fyrr en þú veist af - svo haltu upp á minn ókeypis IOU.



      xoxo H

      Delete