Ég eyddi gærdeginum í að snöflast í gegnum myndabunka og ævaforn myndaalbúm heima hjá mömmu og pabba.
Hjálpi mér, ég engdist og kvaldist yfir ýmsu. Hló og grét. Fann til í hjartanu og augunum.
Nei, þetta er ekki tekið á öskudaginn. Þetta er bara ég. Þriggja ára. Ég þráði víst ekkert heitar en að vera hippi og mamma brást við þeirri ósk minni á ljóshraða. Í dag er ég að verða þrjátíu ára og er ennþá dálítill hippi. Svona innst inni í hjartanu. Mamma hefur þó sagt upp starfi sínu sem stílisti.
Virðið mig að vettugi á þessari mynd. Sem og englahárin á jólatrénu. Sjáið þið mömmu mína? Svona líka gullfalleg. Hún lítur nákvæmlega eins út í dag - styttra hár að vísu. Ég er einmitt orðin hrukkóttari en hún. Skemmtilegt það.
Óóó. Aldrei hefur mér þótt leiðinlegt að borða. Nei. Aldrei.
Ég get dásamað mömmu mína fyrir ó svo margt. Öskudagsbúningar verða hinsvegar seint eitt af því sem hún fær plús fyrir.
Jeminn eini. Ég hef engin orð yfir þessa múderingu.
Allavega. Þessi verulega ósmekklega kona þarna var á leið sinni að taka þátt í fatahönnunarkeppni á Lunga (Listahátið ungs fólks á Austurlandi). Sextán ára, spennt og við það að fara yfir um. Lífið auðvitað byrjaði og endaði með þessum viðburði.
Ah, þegar maður er sextán.
Ó, svo vann hún. Hún vann fatahönnunarkeppnina með þessu líka dásamlega dressi sem saumað var úr gömlum gallabuxum. Að ógleymdu skeljarbeltinu sem hangir þarna í mittinu á fyrirsætunni. Úff. Mér fannst ég svo ótrúlega frumleg og hæfileikarík.
Fyrstu og einu verðlaunin sem ég hef unnið í lífinu. Afskaplega gleðilegt allt saman og ég alveg viss um að nú væri ég sko búin að meika það. Ekki alveg. En jæja.
Skemmtilega vandræðaleg fermingarmynd.
Ég var örlítið í þéttari kantinum sem unglingur og mun aldrei gleyma því þegar ég var dregin inn í Stórar stelpur á Hverfisgötunni til þess að leita að fermingarfötum. Ég fann þau ekki þar. Almáttugur minn. En sárið verður á sálinni að eilífu.
Já. Örlítið í þéttari kantium var ég í kringum fermingu. Sú skilgreining á hinsvegar ekki við þarna. Ég á bara virkilega erfitt með að horfa á þessa mynd. 18 ára og aldrei verið vansælli. 120 kíló. 120! Nei. Þetta er ekki til umræðu. Alls ekki.
Eigið góðan sunnudag.
Heyrumst.
Snilldar penni, nærð ávallt upp úr mér brosi og oftar en ekki upphátt hlátri!!
ReplyDeleteÞú ert æðibiti. Meira svona augnskugga í augabrúnunum-hippa-dæmi. Þetta vil ég sjá þig taka aftur upp og koma í tísku. Ég hef fulla trú á þessu trendi.
ReplyDeleteP.s gallabuxna-ensamble-ið er flottast! F*A*S*H*I*O*N
Tek undir með fílunum, þetta gallabuxnadress er hreinn og klár tískusigur. Þætti vænt um að þú kæmir þessu í fjöldaframleiðslu - hef fulla trú á að það sé markaður fyrir þetta í mitt denim-on-denim æði heimsbyggðarinnar. Annars finnst mér þú dúndursæt, á öllum aldurskeiðum og í öllum þyngdum - dásamlegt að vera svona fjölbreytilegur í útliti en samt consistently sjarmerandi.
ReplyDeleteÞú ert SNILLINGUR! xx
ReplyDeleteHAHAHAHH ! Þessi færsla fékk mig til að skella uppúr !
ReplyDeleteEnglahárin á jólatrénu eiga vinninginn að mínu mati.
- Bára