Feb 7, 2014

Stutt.

Ný klipping - þið vitið hverjir fara þá á stjá. Ég og myndavélin. Fyrir framan spegilinn.




Já. Ég klippti það af. Eftir að hafa velt mér upp úr þessu síðan fyrir jól. Ég jú ofhugsa alltaf allt - en ákvörðun var tekin í gærkvöldi. Ég get aldrei beðið eftir neinu þannig að ég vildi fá klippingu strax í morgun. Áður en ég næði að hugsa meira um þetta. Ég sat á Facebook fram á nótt að útvega mér klippingu eftir hinum ýmsu krókaleiðum. 

Það fór svo að ég þurfti nú ekki einu sinni að taka upp símtólið. Nei. Málunum var reddað frá Eskifirði og mætti ég í stól á stofunni Hárnýjung í Mosfellsbæ klukkan 11:15 í morgun. 


Hárið náði niður að mitti. Þetta var virkilega erfitt skref. Ég sat líka með lokuð augun á meðan ég var klippt. Komu tár? Hjá mér? Já. Allt í lagi. Ég og mitt andlega ójafnvægi getum fellt tár í klippingu líka. Eins og allsstaðar annarsstaðar. 


Ég er ánægð samt. Ferlega ánægð.

Þið ættuð að sjá mig þegar ég er fyrir framan spegilinn með myndavélina. Það er sýning út af fyrir sig. Einn daginn læt ég einhvern festa það á filmu. 

Eigið góða helgi.

Heyrumst.

14 comments:

  1. Oh lord, I like! (You model?)
    Ekkert smá flott :) Ég lét klippa 20cm af mínu hári fyrir jól og kveið því, að ég væri að missa "my thing" útlitslega sem mér var hrósað fyrir (róa sig Rachel úr Friends) en sé svo ekkert eftir því, og munurinn við hárþvott er dásamlegur. Tímasparnaðurinn!
    Styttra er málið núna og það er kannski mannfræðilegur kafli útaf fyrir sig af hverju kvenfólk milli tvítugs og þrítugs (ehm, já 29ára+4daga er ég enn í þeim flokki.) heldur svona rígfast í þetta síðahárs prinsessu syndróm - ekki hjálpa sumir karlmenn til þar... Og oftast er maður með það í tagli eða öðru til þess að hárið sé ekki alltaf að þvælast fyrir manni.

    Svo til hamingju með nýja lúkkið rafræna pennavinkona - þetta fær fullt hús stiga frá Danaveldi. (<--veist að hérna eru allir svo stylish svo það er mikið sagt :)

    xx
    Heiðdís

    ReplyDelete
  2. Litlir Bleikir FílarFebruary 7, 2014 at 7:48 PM

    GLÆSILEG MEÐ SÍTT - GLÆSILEGRI MEÐ STUTT

    Geggjuð og smart og pen og allt það.

    X

    AM

    ReplyDelete
  3. Flott, en enn flottari eru augnabrúnirnar, flottustu sem ég hef séð. Er mjög upptekin af brúnum. Tek fyrst eftir þeim á fólki,lík
    lega vegna þess að leitun er á ljótari en mínum.. Gamlan.

    ReplyDelete
  4. Vá hvað þú ert hugguleg og sæt! Verð líka að minnast æ augabrúnirnar þínar sem er einar flottustu sem ég hef séð - perfect alveg hreint

    Kv. Auður - rúmlega 30 rvkdaman sem ELSKAR bloggið þitt :)

    ReplyDelete
  5. tja þú ert alveg ágætlega sæt..finnst ég samt sætari

    kv. uppáhaldið

    ReplyDelete
    Replies
    1. já og p.s er sjomlah að reyna að púlla smá skoru á mynd 3. Ég er að fíla það. HAHAHA

      Delete
    2. Þetta er höndin á mér álfurinn þinn!

      Delete
  6. Mér finnst þú megasæt svona stutt!!!

    ReplyDelete
  7. Glæsileg! Klippingin, varaliturinn, konan - elsk'etta allt!

    ReplyDelete
  8. Hvaða tilviljun er það að vera sörfa netið, detta inná blogg síðu og sjá mynd af myndarlegri stúlku, nýklipptri og bara hey ég kannast eitthvað við þessa dömu...............hey jú ég klippti hana, þvílík tilviljun en gaman að þú sért ánægð ;)

    ReplyDelete
  9. Gordjöss gella!!
    -Heba

    ReplyDelete
  10. Flott blogg! En er mjög forvitin hvaða merki gleraugun þín eru ??

    ReplyDelete
  11. HÁRIÐ, ekki söngleikurinn, mitt: Fögur hef ég aldrei talist, löng og mjó.. en einu get ég státað af, hárinu.þykku, rauðbrúnu. Hárgreiðslumeistarnir mínir dingla höndunum OH GVÖÐ.. ó já en, fyrir nokkrum árum greindist ég með brjóstakrabbamein og þurfti ég að fara í efnameðferð sem m.a. fylgir í sér hárlos. Eftir nokkrar stungur dröslaðist mín til hárkollumeistarans sem sendi mig til baka. Enn nokkrar milljónir eftir, ekkert liggur á. Mín, 3 vikum seinna heimtaði rakstur, gat ekki hugsað mér mínu litla íbúð ...úff. Rakstur, og kom í ljós þessi líka fallega kúpa! Fékk 2 gullfallegar kollur, allir spurðu; Missturðu ekki hárið? Svo eðlilegar voru þær. Gott mál 1 mín í sturtu í staðinn fyrir 15 mín. Eftir meðferðina kom svo svov sætur dúnn og nokkru síðarj mjallahvítar krullur. Núna, hárútgjöld komin aftur, venjulegt fólk hefur ca 1 cm hárvöxt á mán, hér 3 cm. Hef sótt um klippistyrk hjá Féló, því hér svíndýrt, en teygjur eru tiltölulegaa ódýrar. Faðm til þín og sonarins. Gamlan.. PS Á Blogvin sem ég myndi þiggja að þú hefðir samband við : barbietec.com. Hetja, er að deyja úr krabbameini.

    ReplyDelete