Feb 19, 2014

Hádegismatur.



Þetta er uppáhalds hádegismaturinn minn þessa dagana. Eða kannski ekki bara hádegismatur. Æ, ég er svo manísk - alltaf þegar ég uppgötva eitthvað gott þá borða ég það í öll mál í marga daga. Ég fékk mér einmitt líka svona í morgunmat. Jú og í kvöldmat í gær.

Finn Crisp, skinka, kotasæla, avacado og svartur pipar. Algjört hnossgæti. Því get ég lofað!


Já, ég fæ mér yfirleitt fjórar sneiðar af Finn Crisp. Ég var að pæla í að fjarlægja tvær af disknum fyrir myndatöku. Það hefði sennilega litið aðeins betur út. 



Ég gæti trúað að flestum finnist fjórar sneiðar aðeins of mikið af hinu góða. Almættinu fannst það augljóslega líka. Þetta átti sér stað um leið og myndatöku lauk. Ég ætlaði bara að smeygja mér í sófann til þess að njóta en ó ég þegar ég smeygi mér - nei, það fer aldrei mjúklega fram.

Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ég borðað þetta upp af gólfinu án þess að blikna. En ég hef ekki skúrað síðan fyrir jól þannig að ég lét það eiga sig. Með fyrir jól þá á ég við í nóvember. 

Byrjun nóvember. 

Heyrumst.

8 comments:

  1. Mæli með þessu en skipta skinku út fyrir reykta kjúklingaskinku - delish!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ég gerði það einmitt síðast - það var mun betra! Mun halda mig við hana framvegis.

      Delete
  2. Mér finnst fjórar sjúklega passlegt. Mikilvægar konur þurfa að borða, jú knóf. Og já - styð kjúklingaskinkuna - hún er miklu betri.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sjúklega passlegt fyrir mikilvægar konur. Ég ætla að lifa eftir þessum orðum framvegis!

      Delete
  3. ohhhh þetta er svo gott kex!
    og fjórar... það er bara rétt eins og ein eða tvær venjulegar :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Nákvæmlega réttlætingin sem ég nota - ,,bara eins og tvær venjulegar!"

      Delete
  4. Mæli með að prófa góða lifrarkæfu, avocado, balsamic og svartan pipar. Sjúklega gott.. mmm!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ég hætti að lesa þegar ég sá orðið lifrakæfa. No can do!

      Delete