Mar 29, 2014

Oreo Jam.


Ég er búin að finna leið til þess að borða Oreokex ofan á brauð. Oreosulta!

Hvílíkur draumur. 



Oreosulta:

Tæplega hálfur banani
Fimm stykki Oreokex
Kókosmjöl

Það er gott að notast við mortél í þessum framkvæmdum.



Koma þessu vel fyrir í skálinni og hefjast handa við að kremja.


Ég gat hvergi fundið kylfuna eða hvað það nú heitir sem er hluti af mortélinu. Ég brúkaði skaft á rifjárni í staðinn. Sjálfsbjargarviðleitnin sko.


Útlitið er ekki allt. Hafið það hugfast.


Glettilega gómsætt get ég sagt ykkur. Líklega ennþá betra ef brauðið hefði verið ristað. 

Ég get bara ómögulega átt brauðrist. Ég myndi borða ristað brauð í öll mál. Á milli mála líka. 

Ah, ristað brauð með rauðu pestó. Ristað brauð með rifsberjahlaupi. Ristað brauð með berjasultu. Ristað brauð með þreföldu lagi af osti. Ristað brauð með hnetusmjöri, skinku og bananasneiðum. Ristað brauð með bráðnuðu íslensku smjöri og púðursykri.

Ah.

Eigið góða helgi.

Heyrumst.

7 comments:

  1. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete
  2. Lengi vel átti ég ekki ristavél en ég gat ekki látið þar við sitja þannig að ég keypti mér pönnu og síðan hitaði ég pönnuna á hellunni uns hún varð alveg sjóðandi (þurra sko) og síðan skellti ég brauðsneiðinni á pönnuna og ristaði hana á báðum hliðum,. ég gaf henni 5 mín. á hvorri hlið - miklu betra heldur en í ristavélinni.............. Enn betra ef þú átt Rifflaða pönnu þá koma skemmtilegar línur í brauðið............

    Þetta er ábyggilega mjög girnilegt,. en þar sem ég borða ekki Oreo þá læt ég aðra um það ;)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Fylgstu vel með brauðinu þar svo það brenni ekki og það er mjög sniðugt að snúa brauðinu nokkrum sinnum :)

      Delete
  3. Það náttúrulega vantar hnetusmjör ofan á þessi fínindi!

    ReplyDelete
  4. Gleymdir ristað brauð með smjöri og osti og köldu kóki (jólaristabrauðið)..best í heimi

    kv. ÞJG

    ReplyDelete
  5. þetta lúkkar dásamlega - má ég bæta við að ég dáist að þessar uppskriftir þínar flestar, innihalda sem minnstan bakstur/eldun? Love it ;)
    Besta ristaða brauðið er samt ennþá með smjöri og svo rabbabarasultu. eða smjöri og mysing.

    Verður að redda þér brauðrist, það reddar öllum flýti-máltíðum og aðeins of gömlu brauði - ristaðar flatkökur (með smjöri og hverju sem er) eru líka killer.... allt með smjöri er líka gott.

    xx Heiðdís

    ReplyDelete
  6. Ristað brauð með miklu hnetusmjori og sultu og iskold mjolk með ... mmmm best i heimi :)

    ReplyDelete