Mar 21, 2014

Scandal.


Ég hélt að það væru allir að horfa á þessa þætti. Ég forvitnaðist síðan í mínum innsta hring og komst að því að ég á ekki nema tvær vinkonur sem fylgjast með þeim. Það þykir mér bæði sláandi og miður í senn. Ef þið hafið ekki horft - nei, þá á ég bara ekki til orð. Horfið. Núna. 


Ó, almáttugur. Mr. President. Þú mátt eiga mig. Ég skal hugga þig og passa þig. Ég er með mjög lítinn barm en þú mátt samt hvíla höfuð þitt þar. Alla daga. Alltaf.





Þessi forboðna ást á milli þeirra er mig lifandi að drepa. Ég er sannfærð um að ég hef upplifað þetta í öðru lífi. Það tekur á hverja einustu taug líkama míns að fylgjast með þeim. Maginn á mér snýst í hringi og ég get stundum ekki hætt að gráta. Hann svo þjáður. Hún stundum svo köld. Hrukkurnar sem myndast á enninu á honum - hjálpi mér. 


Ah, þegar þau voru í Vermont. Ó, boj. Hann byggði hús handa henni. Vildi eiga börn. Lifa eðlilegu lífi og búa til sultu á sunnudögum. En almættið bara gefur þeim ekki sjéns.

Já. Einmitt, já.

Legg til að þið hefjist handa við þessa þætti ekki seinna en núna.

Ég er þó örlítið slegin yfir því að Mr. President (Tony Goldwyn) er sá sem lék morðingjann og vonda karlinn í Ghost. Drap Patrick Swayze með köldu blóði. Ég þarf aðeins að melta þá staðreynd. 

Heyrumst.

17 comments:

  1. Ok. Ok.....!!!! Ég er farin að horfa á Scandal ;o)

    ReplyDelete
  2. ég öfunda alla þá sem eiga þessa þætti eftir!!!! Þeir eru bara svooooo góðir!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Rut :) Hérna geturu horft á season 1 - 3 á netinu :) Þessi síða hefur algjörlega bjargað mínu lífi undanfarnar vikur :o)

      http://www.tubeplus.me/player/1974401/Scandal/

      Delete
    2. ömm…. ég er búin að sjá þá alla. …er akkurat núna að horfa á þátt 14 í seríu 3.

      Delete
  3. Það gleður mig að vita að ég er ekki ein svona sjúk! ;-)

    ReplyDelete
  4. Ef þú hefur ekki séð: http://www.buzzfeed.com/laurenhurn/16-reasons-we-love-fitzergerald-grant-iii-kqsd .. Enjoy! ;)

    ReplyDelete
  5. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete
  6. Ég ELSKA þessa þætti. Mikið er ég hamingjusöm að aðrir njóti þeirra líka!

    ReplyDelete
  7. Ég er alveg hooked á þessum þáttum en er ég sú eina sem fæ kjánahroll í hvert einasta skipti sem Hawk er í einhverri senu? Ég veit ekki hvort það er leikarinn eða bara týpan sem hann á að leika en það er eitthvað sem ég fíla ekki við hann :) Ellllska samt Oliviu og Fitz ;)

    ReplyDelete
  8. Ó þegar þau voru í Vermont, hjartað í mér bráðnaði, má bara vera svona fullkominn?

    Sambýlismaðurinn skilur ekkert í þessu dálæti mínu, sérstaklega þegar ég sit við tölvuskjáinn með ofvaxinn heyrnartól með hökuna komna niður á hæla yfir þessu öllu saman "Er ekki allt í lagi með þig?!" "USSS EKKI TRUFLA MIG MAÐUR!!" Mjög eðlilegt allt saman.

    ReplyDelete
  9. Ó þessir þættir! Finnst Jake samt heitur líka og nokkuð ósanngjarnt að hún fái tvo svona sjóðheita gaura ef út í það er farið - hvað með okkur hinar?

    ReplyDelete
  10. uppáhaldsþættirnir mínir !! er einmitt á fullu að dreifa boðskapnum svo allir geti farið að njóta þeirra :D en mér finnst Hawk samt stundum of mikið ógeð, þá þarf ég að spóla yfir haha!
    ps. löva bloggið þitt ! þú ert æði :D

    kv. Sigrún :)

    ReplyDelete
  11. Þetta er hreinlega bestu þættir í heimi! Elska þá.. og finnst þér ekki Mellie pínu lík Söru?

    ReplyDelete
  12. Eeeeeeelllllssssskkkkkaaaaa þessa þætti! Dásemdin ein!

    ReplyDelete
  13. Aaafhverju var ég ekki búin að sjá þetta fyrr...búin með 1. seríu..þetta verður erfitt!

    ReplyDelete
  14. Waaaat? Ég elska þessa þætti en þessi forseti er algjört ógeð. Og Vermont-atriðið var alveg sérstaklega ógeðslegt. Það ömurlegasta við þessa þætti er einmitt að hún skuli ekki geta sagt þessari forsetadruslu upp.

    ReplyDelete
  15. Mátt alveg eiga forsetann, þá er Jake alveg laflaus fyrir mig ;)

    ReplyDelete