Mar 20, 2014

Himneskt karamelluhúðað Twixpopp.


Ég er aðeins að vinna með Twixið þessa dagana. Þið ættuð nú mörg hver að vera farin að þekkja mína manísku matarhegðun. 

En þetta popp. Þetta popp! Mig skortir lýsingarorð. Karamellan, súkkulaðið, kexið og saltið. Dansar á tungunni eins og ég og Simon Cowell í heitum ástarleik. Kannski er Gordon Ramsay líka með okkur. 
Ha? Bubbi líka? Nei. Ókei. Ég er hætt.

Allavega. Fáein innihaldsefni.


Karamelluhúðað Twixpopp:

Einn poki Stjörnupopp
1 bolli smjör
2 bollar púðursykur
1/2 bolli sýróp
1/2 teskeið matarsódi
1 teskeið vanilludropar
3 stykki Twix


Byrjum á því að setja smjör, púðursykur og sýróp saman í pott. Suðan er látin koma upp við vægan hita og hrært stöðugt í á meðan. Leyfum þessu svo að sjóða óáreittu í fjórar mínútur. Tökum af hellunni og bætum matarsóda og vanilludropum út í. 


Já. Hér í Breiðholtinu hefur verið eldað við kertaljós í góðar fjórar vikur. Þetta perustæði í eldhúsinu - nei, ég hætti mér hreinlega ekki í það. Það er alveg að koma sumar. Þetta sleppur.


Áður en karamellan er klár er gott að vera búin að dreifa úr poppinu á ofnplötu þakta bökunarpappír.


Skvetta karamellunni yfir poppið.



Hræra vel og vandlega saman.


Hella söxuðu Twixinu saman við. 


Halda áfram að hræra. Ó, lyktin sem gýs upp á þessum tímapunkti. Þegar Twixið bráðnar saman við karamelluna. Mig langaði að leggjast með andlitið ofan á plötuna. Dýfa því ofan í poppið. Twixið. Karamelluna. Mmm.




Inn í ísskáp með þetta. Í svona klukkutíma. 45 mínútur ef þið eigið ekki rauðvín til þess að stytta ykkur stundir. 


Mögulega besta poppið sem ég hef galdrað fram úr erminni til þessa. 

Hérna má finna fleiri ef þið eruð búin að gleyma:


Heyrumst fljótlega.

4 comments:

  1. Nei ég bara get ekki lengur horft upp á þetta !!!!!! Þetta er að fara með mig algjörlega Guðrún.... almáttugur þvílík sjón - þvílíkt LOSTÆTI !!!! Nú verður eitt af þessu prófað um HELGINA !! ÓJÁ !! Ég get ómögulega beðið lengur .......... finn þetta bara bráðna á tungunni ---- mmmm mig langar í núna strax,

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hahahaha. Þú verður að prófa. Þú verður ekki svikin. Ég lofa!

      Delete
  2. Oh loooord - ég verð að hunsa poppbann mitt og gera svona um helgina. Á morgun, því þá kemur nýr Scandal. Eða um helgina, horfandi á Pitch Perfect í 10.sinn.

    Ég er mjööög ánægð með Twix æðið :)

    xx Heiðdís

    ReplyDelete
  3. Ómægad. Rakst á bloggið þitt á facebook. Vá, ég dey yfir þessu. Namm. Takk fyrir að kynna mig fyrir þessu, hlakka til að prófa.

    ReplyDelete